Formúla 1

Ver­stappen á rá­spól í Hollandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Max Verstappen verður á ráspól á morgun.
Max Verstappen verður á ráspól á morgun. Bryn Lennon/Getty Images

Heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstri morgundagsins sem fram fer í heimalandi hans, Hollandi. Hann skaust fram fyrir Charles Leclerc í blálokin.

Það virðist fátt geta stöðvað Max Verstappen frá því að vinna annan Formúlu 1 heimsmeistaratitil sinn i röð en hann er langefstur í stigakeppni ökumanna sem stendur. Í öðru sæti er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Pérez.

Þar á eftir kom Charles Leclerc og Carlos Sainz hjá Ferrari og ljóst að það er eini bílaframleiðandinn sem á einhvern möguleika á að skáka Red Bull. Leclerc var við það að tryggja sér ráspól er tímatakan í Hollandi fór fram í dag en Verstappen stal því í blálokin.

Verstappen verður því á ráspól er keppnin hefst klukkan 15.00 á morgun. Þar á eftir koma Leclerc og Sainz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×