Að ári liðnu - Efndir í umhverfismálum? Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 3. september 2022 12:01 Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Með kvarðanum var vonin sú að flokkarnir ykju metnað sinn í umhverfismálum og að öll, ung sem aldin, tækju upplýsta ákvörðun er komið væri í kjörklefann. Niðurstöðurnar voru birtar hér og spönnuðu einkunnirnar nánast allan skalann af þeim 100 stigum sem í boði voru fyrir 78 stefnumál sem UU fannst nauðsynlegt að flokkarnir hefðu í stefnum sínum. Öllum er þó ljóst að það sem ratar í stefnu flokks fyrir kosningar er ekki endilega það sem fer í framkvæmd á kjörtímabilinu. Því munu Ungir umhverfissinnar fylgja Sólinni eftir með Tunglinu; mati á því hvernig flokkunum hefur tekist að framfylgja þeim stefnumálum sem sett voru fram í kvarðanum. Tunglið mun því hvetja flokkana til að standa við gefin orð, og vonandi gera enn betur. Með Tunglinu vilja Ungir umhverfissinnar tryggja að kjörnir fulltrúar geti horft til baka í lok kjörtímabils og sagt með fullvissu að þeir hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að stuðla að farsæld okkar, komandi kynslóða og þeirra lífvera sem deila með okkur Jörðinni. Næstu ár eru nefnilega lykilár í baráttu okkar við hamfarahlýnun og hrun líffræðilegs fjölbreytileika og þau skref sem eru tekin núna munu hafa afdrifaríkar afleiðingar langt inn í framtíðina. Góðu fréttirnar eru að fjölmörg málefni úr kvarða Sólarinnar hafa á bak við sig meirihluta þings, sé gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar séu samkvæmir stefnu síns flokks. Samvinna um umhverfismálin liggur því í augum uppi, en eðli málsins samkvæmt eru umhverfismálin hvorki staðsett til hægri, vinstri né á miðjunni á hinum pólitíska ás. Nú fer Alþingi að koma saman eftir sumarfrí og er því tímabært fyrir flokkana að dusta rykið af stefnum sínum og hrinda í framkvæmd þeim umhverfisaðgerðum sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Við fylgjumst spennt með, enda er framtíð okkar í þeirra höndum. Höfundur er forseti Ungra umhverfissina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tinna Hallgrímsdóttir Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Með kvarðanum var vonin sú að flokkarnir ykju metnað sinn í umhverfismálum og að öll, ung sem aldin, tækju upplýsta ákvörðun er komið væri í kjörklefann. Niðurstöðurnar voru birtar hér og spönnuðu einkunnirnar nánast allan skalann af þeim 100 stigum sem í boði voru fyrir 78 stefnumál sem UU fannst nauðsynlegt að flokkarnir hefðu í stefnum sínum. Öllum er þó ljóst að það sem ratar í stefnu flokks fyrir kosningar er ekki endilega það sem fer í framkvæmd á kjörtímabilinu. Því munu Ungir umhverfissinnar fylgja Sólinni eftir með Tunglinu; mati á því hvernig flokkunum hefur tekist að framfylgja þeim stefnumálum sem sett voru fram í kvarðanum. Tunglið mun því hvetja flokkana til að standa við gefin orð, og vonandi gera enn betur. Með Tunglinu vilja Ungir umhverfissinnar tryggja að kjörnir fulltrúar geti horft til baka í lok kjörtímabils og sagt með fullvissu að þeir hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að stuðla að farsæld okkar, komandi kynslóða og þeirra lífvera sem deila með okkur Jörðinni. Næstu ár eru nefnilega lykilár í baráttu okkar við hamfarahlýnun og hrun líffræðilegs fjölbreytileika og þau skref sem eru tekin núna munu hafa afdrifaríkar afleiðingar langt inn í framtíðina. Góðu fréttirnar eru að fjölmörg málefni úr kvarða Sólarinnar hafa á bak við sig meirihluta þings, sé gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar séu samkvæmir stefnu síns flokks. Samvinna um umhverfismálin liggur því í augum uppi, en eðli málsins samkvæmt eru umhverfismálin hvorki staðsett til hægri, vinstri né á miðjunni á hinum pólitíska ás. Nú fer Alþingi að koma saman eftir sumarfrí og er því tímabært fyrir flokkana að dusta rykið af stefnum sínum og hrinda í framkvæmd þeim umhverfisaðgerðum sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Við fylgjumst spennt með, enda er framtíð okkar í þeirra höndum. Höfundur er forseti Ungra umhverfissina.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar