Um hægfara hnignun íslenska heilbrigðiskerfisins – hvar liggur ábyrgðin? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 3. september 2022 11:00 Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Á sama tíma lauk sameiningarferli stærstu sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins árið 2000 með stofnun Landspítala háskólaskólasjúkrahúss sem átti að verða flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins inn í glæsta framtíð en varð þess í stað upphafið að sorglegu hnignunarskeiði. Í dag vermir Ísland botnsætið í framlögum til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu og hefur gert í rúman áratug. Efnahagshrunið hafði auðvitað sínar afleiðingar, en rangar áherslur í ríkisfjármálum fyrir og eftir hrun, hafa skilið eftir sár sem seint munu gróa. Óraunhæfar sparnaðarkröfur á íslenskar heilbrigðisstofnanir síðustu árin hafa kerfisbundið leitt til fækkunar legurýma og bundið flestar stofnanir fastar í viðjum 100% nýtingar með sjúklinga sem komast varla lönd né strönd í viðeigandi meðferðarúrræði. Í dag ríkir víða neyðarástand í læknamönnun heilbrigðisstofnana um land allt. Hugmyndir um fjölgun læknanema munu ekki leysa vandamálið í bráð. Skortur á sérfræðilæknum er þegar til staðar, það tekur að jafnaði 5-10 ár að fullmennta sérfræðilækna að loknu læknanámi. Yfirvöldum ættu frekar að einbeita sér að betri vinnuaðstæðum og atvinnumöguleikum lækna á Íslandi til að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim að loknum sérnámi. Ábyrgð stjórnmálamanna Mikill skortur á þekkingu, áræðni og framsýni er krónískt vandamál í íslenskum stjórnmálum sem hefur komið sérstaklega illa við heilbrigðiskerfið. Einstaka stjórnmálamenn, með enga þekkingu á málaflokknum, telja sig í nokkur skipti hafa fundið lausn allra vandamála, og byggja sannleikann á upplýsingum innsæislausra embættismanna í ráðuneytunum. Umræddar lausnir eru oftast án samráðs við þá heilbrigðisstarfsmenn sem raunverulega þurfa að framkvæma verkið og taka afleiðingunum. Slíkir stjórnmálamenn falla sjaldan í gleymsku, þar sem þeir skilja alltaf eftir sig sviðna jörð. Úrræðaleysið er slíkt í dag, að í fyrsta skipti sjáum við vísbendingar um tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sig framfyrir röðina á sívaxandi biðlistum. Óviðunandi og heilsuspillandi ástand bygginga Landspítalans er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna sem drógu alltof lengi skipulagningu og fjármögnun byggingar á nýjum Landspítala, sem á endanum verður alltof lítill þegar hann verður loksins vígður. Áralöng störukeppni fjármála- og heilbrigðisráðherra um fjármögnun Landspítalans þarf að taka enda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stýrt úthlutun fjármagns til heilbrigðismála gegnum fjármálaráðuneytið í 17 ár af síðustu 22 árum frá sameiningu Landspítalans, þarf að hugsa sinn gang. Gangast þarf í djarfar breytingar á fjármögnun heilbrigðiskerfisins, með aukinni áherslu á afkastahvetjandi greiðslur að leiðarljósi, jafnt innan hins opinbera kerfis sem hins sjálfstætt starfandi. Ábyrgð stjórnenda Stjórnendum heilbrigðisstofnana hefur ekki tekist að tryggja nægjanlegt fé til rekstursins. Sýndarskipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum hafa ítrekað grafið undan starfseminni undanfarin ár. Ljóst er að langvarandi aðhaldsaðgerðir eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Í gegnum tíðina hefur Landspítalinn í krafti einokunar á atvinnumarkaði, ítrekað stigið hart fram gagnvart starfsfólki. Í slíku andrúmslofti, þorði starfsfólk sjaldan að tjá sig um alvarlega bresti í meðhöndlun sjúklinga. Ábyrgð fjölmiðla Regluleg umfjöllun fjölmiðla um vandamál innan heilbrigðiskerfisins í gegnum tíðina er orðin árviss hefð. Sjaldan er kafað á dýpið, málin krufin til mergjar eða gerð krafa um skýr svör og alvöru aðgerðir. Í alvarlegustu málunum, hverfa stjórnendur tímabundið eða láta ekki ná í sig. Treyst er á að mál falli í gleymsku fram að næstu krísu. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram að hlusta eftir ákalli heilbrigðisstarfsfólks um úrbætur, því dæmin hafa ítrekað sannað að kastljós fjölmiðla er oftast það eina sem fær stjórnmálamenn og embættismenn til að taka við sér. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Lengi ríkti þöggun, fáir þorðu að tjá sig, margir urðu meðvirkir og sættu sig við orðinn hlut, á meðan sumir hættu, örfáir mötuðu krókinn, en flestir brettu upp ermar og unnu hraðar þar til þeir brunnu út. Hvað er til ráða? Nú þarf hugrekki til að fjárfesta og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur að draga lappirnar í þessum málaflokki, alltof mikið er í húfi og heilsa þjóðarinnar að veði. Félag sjúkrahúslækna er ávallt tilbúið til að aðstoða og ráðleggja í þeirri forgangsröðun. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Á sama tíma lauk sameiningarferli stærstu sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins árið 2000 með stofnun Landspítala háskólaskólasjúkrahúss sem átti að verða flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins inn í glæsta framtíð en varð þess í stað upphafið að sorglegu hnignunarskeiði. Í dag vermir Ísland botnsætið í framlögum til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu og hefur gert í rúman áratug. Efnahagshrunið hafði auðvitað sínar afleiðingar, en rangar áherslur í ríkisfjármálum fyrir og eftir hrun, hafa skilið eftir sár sem seint munu gróa. Óraunhæfar sparnaðarkröfur á íslenskar heilbrigðisstofnanir síðustu árin hafa kerfisbundið leitt til fækkunar legurýma og bundið flestar stofnanir fastar í viðjum 100% nýtingar með sjúklinga sem komast varla lönd né strönd í viðeigandi meðferðarúrræði. Í dag ríkir víða neyðarástand í læknamönnun heilbrigðisstofnana um land allt. Hugmyndir um fjölgun læknanema munu ekki leysa vandamálið í bráð. Skortur á sérfræðilæknum er þegar til staðar, það tekur að jafnaði 5-10 ár að fullmennta sérfræðilækna að loknu læknanámi. Yfirvöldum ættu frekar að einbeita sér að betri vinnuaðstæðum og atvinnumöguleikum lækna á Íslandi til að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim að loknum sérnámi. Ábyrgð stjórnmálamanna Mikill skortur á þekkingu, áræðni og framsýni er krónískt vandamál í íslenskum stjórnmálum sem hefur komið sérstaklega illa við heilbrigðiskerfið. Einstaka stjórnmálamenn, með enga þekkingu á málaflokknum, telja sig í nokkur skipti hafa fundið lausn allra vandamála, og byggja sannleikann á upplýsingum innsæislausra embættismanna í ráðuneytunum. Umræddar lausnir eru oftast án samráðs við þá heilbrigðisstarfsmenn sem raunverulega þurfa að framkvæma verkið og taka afleiðingunum. Slíkir stjórnmálamenn falla sjaldan í gleymsku, þar sem þeir skilja alltaf eftir sig sviðna jörð. Úrræðaleysið er slíkt í dag, að í fyrsta skipti sjáum við vísbendingar um tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sig framfyrir röðina á sívaxandi biðlistum. Óviðunandi og heilsuspillandi ástand bygginga Landspítalans er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna sem drógu alltof lengi skipulagningu og fjármögnun byggingar á nýjum Landspítala, sem á endanum verður alltof lítill þegar hann verður loksins vígður. Áralöng störukeppni fjármála- og heilbrigðisráðherra um fjármögnun Landspítalans þarf að taka enda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stýrt úthlutun fjármagns til heilbrigðismála gegnum fjármálaráðuneytið í 17 ár af síðustu 22 árum frá sameiningu Landspítalans, þarf að hugsa sinn gang. Gangast þarf í djarfar breytingar á fjármögnun heilbrigðiskerfisins, með aukinni áherslu á afkastahvetjandi greiðslur að leiðarljósi, jafnt innan hins opinbera kerfis sem hins sjálfstætt starfandi. Ábyrgð stjórnenda Stjórnendum heilbrigðisstofnana hefur ekki tekist að tryggja nægjanlegt fé til rekstursins. Sýndarskipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum hafa ítrekað grafið undan starfseminni undanfarin ár. Ljóst er að langvarandi aðhaldsaðgerðir eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Í gegnum tíðina hefur Landspítalinn í krafti einokunar á atvinnumarkaði, ítrekað stigið hart fram gagnvart starfsfólki. Í slíku andrúmslofti, þorði starfsfólk sjaldan að tjá sig um alvarlega bresti í meðhöndlun sjúklinga. Ábyrgð fjölmiðla Regluleg umfjöllun fjölmiðla um vandamál innan heilbrigðiskerfisins í gegnum tíðina er orðin árviss hefð. Sjaldan er kafað á dýpið, málin krufin til mergjar eða gerð krafa um skýr svör og alvöru aðgerðir. Í alvarlegustu málunum, hverfa stjórnendur tímabundið eða láta ekki ná í sig. Treyst er á að mál falli í gleymsku fram að næstu krísu. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram að hlusta eftir ákalli heilbrigðisstarfsfólks um úrbætur, því dæmin hafa ítrekað sannað að kastljós fjölmiðla er oftast það eina sem fær stjórnmálamenn og embættismenn til að taka við sér. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Lengi ríkti þöggun, fáir þorðu að tjá sig, margir urðu meðvirkir og sættu sig við orðinn hlut, á meðan sumir hættu, örfáir mötuðu krókinn, en flestir brettu upp ermar og unnu hraðar þar til þeir brunnu út. Hvað er til ráða? Nú þarf hugrekki til að fjárfesta og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur að draga lappirnar í þessum málaflokki, alltof mikið er í húfi og heilsa þjóðarinnar að veði. Félag sjúkrahúslækna er ávallt tilbúið til að aðstoða og ráðleggja í þeirri forgangsröðun. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun