Kynntur sem nýr ökumaður Alpine en mun aka fyrir McLaren Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 23:00 Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren, en ekki Alpine eins og liðið hafði kynnt. Clive Mason/Getty Images Ástralski ökumaðurinn Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren á næsta tímabili í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa verið kynntur sem nýr ökumaður Alpine-liðsins fyrr í sumar. Hann kemur í stað Daniel Ricciardo sem yfirgefu McLaren-liðið eftir tímabilið. Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso. Akstursíþróttir Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso.
Akstursíþróttir Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti