Alonso: Hamilton er hálfviti Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 23:01 Lewis Hamilton á flugi eftir árekstur við Fernando Alonso. Getty Images Ökuþórinn Lewis Hamilton hjá Mercedes segist vera þakklátur fyrir að vera enn þá á lífi eftir árekstur við Fernando Alonso á fyrsta hring í belgíska kappakstrinum í gær. Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sport Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Íslenski boltinn Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Sport Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Fótbolti „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Íslenski boltinn Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sport „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Íslenski boltinn PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Fótbolti „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Norris á ráspól á Monza en Verstappen í brasi Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Norris sá fyrsti til að vinna Verstappen í hollensku tímatökunum Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Sjá meira
Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sport Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Íslenski boltinn Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Sport Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Fótbolti „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Íslenski boltinn Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sport „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Íslenski boltinn PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Fótbolti „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Norris á ráspól á Monza en Verstappen í brasi Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Norris sá fyrsti til að vinna Verstappen í hollensku tímatökunum Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Sjá meira