Alonso: Hamilton er hálfviti Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 23:01 Lewis Hamilton á flugi eftir árekstur við Fernando Alonso. Getty Images Ökuþórinn Lewis Hamilton hjá Mercedes segist vera þakklátur fyrir að vera enn þá á lífi eftir árekstur við Fernando Alonso á fyrsta hring í belgíska kappakstrinum í gær. Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira