Samúðarkveðjur til íbúa Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 09:31 Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun