Formúla 1

Verstappen og Leclerc ræsa aftastir í Belgíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Max Verstappen og Charles Leclerc þurfa að vinna sig upp listann á morgun.
Max Verstappen og Charles Leclerc þurfa að vinna sig upp listann á morgun. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images

Max Verstappen og Charles Leclerc, efstu menn í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna í Formúlu 1, munu ræsa aftastir í belgiska kappakstrinum sem fram fer á morgun.

Verstappen og Leclerc eru meðal sex ökumanna sem þurfa að taka út refsingu fyrir að nota of marga vélavarahluti og verða því meðal öftustu manna þegar ljósin slokkna á Circuit de Spa kappaksturbrautinni í Belgíu.

Hinir fjórir ökumennirnir sem taka út samskonar refsingu eru þeir Valtteri Bottas (Alfa Romeo), Esteban Ocon (Alpine), Lando Norris (McLaren) og Mick Schumacher (Haas).

Heimsmeistarinn Max Verstappen er eins og stendur með 80 stiga forskot á Charles Leclerc í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna. Verstappen var einnig hraðasti maður dagsins á æfingum í gær, en hann var hvorki meira né minna en 0,862 sekúndum hraðari en hans helsti keppinautur, Charles Leclerc.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×