Formaður KKÍ segir orð leikmanna hafa misskilist Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2022 11:30 Hannes S. Jónsson segir þá staðreynd að Spánn sé að fara á EM en ekki Ísland hafa allt að segja um undirbúning liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir orð leikmanna íslenska karlalandsliðsins um undirbúning Íslands fyrir stórtap gegn Spáni í undankeppni HM í gærkvöld hafa misskilist. Spánverjum hafi þá gefist lengri tími til undirbúnings vegna reglna frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA, sökum þess að þeir eru á leið á EM í næstu viku. Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira