Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan fjögur.
Í aðdraganda slyssins var bílnum ekið vestur Hjallabrekku og rafmagnshlaupahjólið kom niður Laufbrekkuna. Hjólreiðamaðurinn á var fluttur á slysadeild í kjölfar slyssins.
Lögreglan óskar eftir því að þau sem urðu vitni að slysinu, eða kunna að geta veitt upplýsingar um það, hafi samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig megi senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið hi01@logreglan.is.