Körfubolti

Tindastóll semur við nýjan Kana

Atli Arason skrifar
Keyshawn Woods í leik með Ohio State Buckeyes í mars 2019.
Keyshawn Woods í leik með Ohio State Buckeyes í mars 2019. Getty Images

Tindastóll hefur tryggt sér þjónustu hins bandaríska Keyshawn Woods fyrir komandi átök í Subway-deild karla í körfubolta.

Woods mun koma til með að fylla kanaígildi Tindastóls sem Javon Anthony Bess sinnti á síðasta tímabili við góðan orðstír.

Leikmaðurinn kemur til Sauðárkróks frá gríska liðinu Iraklis Thessaloniki þar sem hann skoraði 13,2 stig, tók 2,8 fráköst og gaf 2,2 stoðsendingar að meðaltali á hvern leik síðasta tímabil.

Ásamt því að leika í Grikklandi hefur Woods einnig spilað í Póllandi, Hollandi og bandaríska háskólaboltanum á sínum ferli.

„Keyshawn þykir mjög öflugur varnarmaður og góð skytta. Hann mætir til landsins á allra næstu dögum, líkt og aðrir leikmenn liðsins. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í Síkið,“ stendur í tilkynningu frá Tindastóls sem birtist í gærkvöldi.

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.