Blóðug slóð barnaverndar á Íslandi – hver ber ábyrgð? Sara Pálsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:01 Ég hef áður lýst því sem ég hef séð af vinnubrögðum barnaverndar á Íslandi sem lögmaður. Brunaslóðin, lögbrotin, mannréttindabrotin og sársaukinn. Hvernig dómstólar, sem eiga að vera verndarar mannréttinda í landinu, bregðast þegar kemur að brotum barnaverndar. Horfa framhjá þeim, staðfesta þau. Lögreglan, Umboðsmaður Alþingis, úrskurðarnefnd Velferðarmála, stjórnvöld einnig. Það er alveg sama hversu hart ég hef barist fyrir því að vinnubrögð barnaverndar verði skoðuð, rannsökuð, því hefur verið hafnað á öllum stigum ríkisvaldsins. Það er engin vernd og engin leið fyrir brotaþola barnaverndar að fá vernd, fá eðlilega málsmeðferð. Hvað þá að barnavernd sjálf, bæti fyrir brot sín eða viðurkenni vandann. Vegna þessa sér undirritaður lögmaður enga aðra leið en að skrifa opinberlega um það sem ég hef orðið vitni að í barnaverndarkerfi íslendinga. Fyrir nokkrum árum hafði skjólstæðingur minn og eiginkona hans (foreldrar ungs barns) verið að berjast fyrir barni sínu sem hafði verið sett í tímabundið fóstur á meðan móðir sótti meðferð og faðir vann að bættri heilsu. Um var að ræða nokkurra mánaða vistun og skv. lögum átti að stefna að því að barnið kæmi aftur til foreldra sinna að lokinni þeirri vistun. Hlutverk barnaverndar var að styrkja foreldrana og aðstoða þá svo þau yrðu í stakk búin að sinna barninu á fullnægjandi hátt og hlú að uppeldisskilyrðum þess. Það á alltaf að vera hlutverk barnaverndar, að sameina fjölskyldur. Í stað þess að gera það, gerðu starfsmenn barnaverndar ásamt stórri stjónvarpsstöð, sjónvarpsþátt um barn skjólstæðings míns og eiginkonu hans. Þátturinn var gerður án heimildar foreldranna, sem á þessum tíma fóru með forsjá barnsins og síðan sýndur í sjónvarpinu án þeirrar vitundar. Þar var barnið m.a. sýnt á meðan það var á vistheimili barna á vegum Reykjavíkurborgar, foreldrar barnsins sakaðir um vanrækslu og fósturmóðirin, sem var aðalstjarna þáttarins ásamt barni skjólstæðinga minna, lét m.a. úr sér falla orð um að hún vonaðist til að hann færi ekki aftur til foreldra sinna enda ljóst að henni langaði svo mikið í barn. Þannig var fjallað um viðkvæm einkamálefni barnsins og foreldranna í sjónvarpsþætti á sama tíma og foreldrar barnsins voru að berjast fyrir heilsu sinni, móðir m.a. að berjast fyrir því að vera edrú og ná bata. Hjónin fengu símtal frá ættingja og þeim tjáð að barn þeirra væri í sjónvarpsþætti. Þegar þau kveiktu á sjónvarpinu fengu þau algert áfall. Niðurbrotið við að sjá barn sitt sem viðfang sjónvarpsþáttar, þar sem m.a. var tekið viðtal við starfsmann barnaverndar sem var ráðgjafi foreldranna, inn á vistheimili barna, á sama tíma og það átti að stefna að því að barnið kæmi aftur í þeirra umsjá, var algert. Móðirinn féll á vímuefnabindindi sínu í kjölfar þáttarins og náði sér aldrei tilbaka. Hún lést úr fíknisjúkdómi sínum einhverjum mánuðum síðar. Foreldrarnir voru í framhaldi þáttarins forsjársviptir og var niðurbrotið og andlega áfallið sem þau hlutu vegna þáttarins m.a. notað gegn þeim til að rökstyðja að þau væru ófær um að fara með forsjá barnsins. Þegar lögmaður föður reyndi að spyrja starfsmann barnaverndar út í þáttinn fyrir dómi, þaggaði dómarinn niður í honum. Svona þöggunartilburði dómara hefur undirritaður lögmaður sjálf upplifað þegar ég hef reynt að spyrja starfsmann barnaverndar út í ámælisverð vinnubrögð. Þátturinn rústaði lífi þessarar fjölskyldu, móðirin lést skömmu síðar og faðirinn glímir enn við varanlegt heilsutjón vegna hans. Barnið á enn eftir að upplifa stórkostlegt áfall þegar það og allir vinir þess munu horfa á þáttinn sem enn er aðgengilegur á netinu. Síðar fékk skjólstæðingur minn fregnir af því að fósturmóðir barnsins hefði verið starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar og að umsjónarmaður þáttarins, hefði sjálfur fengið fósturbarn frá barnavernd Reykjavíkur. Með aðkomu að gerð þáttarins og þáttöku sinni í honum tel ég ljóst að starfsfólk barnaverndar Reykjavíkur hafi brotið með grófum hætti gegn friðhelgi einkalífs og fjölskyldu skjólstæðings míns, eiginkonu hans og barns þeirra, sbr. 71. gr. stjskr. auk 8. gr. MSE, 16. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013 sem og gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Þá var enn fremur brotið gegn 1. mgr. 228. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 enda verið að útbúa, sýna, skýra frá, birta og dreifa í heimildarleysi, myndefni og upplýsingum um einkamál þessarar fjölskyldu. Þá tel ég ljóst að um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða hjá opinberum starfsmanni sem felur í sér brot gegn 230. gr. alm. hgl., sbr. einnig 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga auk X. kafla stjórnsýslulaga. En jafnvel þótt hegningarlagabrotum opinberra starfsmanna sé sjónvarpað fyrir alþjóð, virðist lögreglan ekki telja sér skylt að bregðast við. Í öðru máli hafði skjólstæðingur minn verið svipt barni sínu tímabundið vegna óstaðfestra ásakana um neyslu. Það var alveg sama hversu mörg og skýr vottorð geðlæknir hennar sendi barnavernd, um að konan væri að taka lögleg lyf skv. læknisráði, það var ekkert mark tekið á því og hún ásökuð um að vera að ,,misnota lyfin og að þetta væru vímulyf“. Konan fór í örvæntingu að biðja geðlækninn sinn um að taka sig af lyfjunum jafnvel þótt það hefði þýtt að hún hefði getað fengið hættuleg krampaköst. Eftir að barnið kom aftur í umsjá móður sinnar fór barnavernd að ofsækja konuna, óboðað eftirlit á hverjum einasta degi, endalausar heimsóknir, fundir og ásakanir um misnotkun lyfja. Andleg heilsa konunar átti undir gríðarlegt högg að sækja, streita og kvíði yfir vinnubrögðum barnaverndar gerðu það að verkum að konan var með flensueinkenni í margar vikur. Þegar undirrituð gerði athugasemdir við ofsóknir þessar, enda hafði ekkert tilefni verið til þeirra, var viðkvæðið frá starfsmanni barnaverndar að ,,það væri áætlun í málinu“. Áætlun í málinu og stjórnarskrárvarin mannréttindi þín fljúga út um gluggann. Ekkert til sem heitir friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Ekkert innsæi inn í hversu streitu- og kvíðavaldandi það er að vera með barnaverndarstarfsmenn á hurðinni hjá þér daglega, án fyrirvara, þegar það hefur áður valdið því barnið þitt er tekið frá þér, frá heimili sínu. Annar skjólstæðingur minn varð fyrir því að skýrslur barnaverndar fólu ítrekað í sér rangfærslur og ósannindi þar sem foreldrið var svert. Skýrslur þessar voru síðan notaðar til að reyna að svipta hana barni sínu. Engin leið hefur reynst henni fær til að fá þetta leiðrétt og dómstólar hafa þaggað þetta niður, neitað að skoða þetta, neitað að taka afstöðu til þessa, sem og lögreglan. Umboðsmaður Alþingis gaf einnig skýr skilaboð um að hjá honum væri ekkert skjól, fyrir slíkum brotum opinberra starfsmanna. Í þessu máli var m.a. fullyrt í úrskurði barnaverndarnefndarinnar að tiltekin systkini hefðu haldið góðu sambandi og hittust reglulega. Þetta gat hins vegar ekki verið fjarri sannleikanum enda viðurkenndi sama nefndin síðar brotin með greiðslu miskabóta fyrir að hafa ekki tryggt eðlilega umgengni milli systkininna. Ef einhver eðlileg vinnubrögð væru viðhöfð myndi nefndin taka vinnulag sitt til gagngerrar endurskoðunar og rannsaka, hvernig stendur eiginlega á því að svona rangfærslur skili sér í úrskurð nefndarinnar? Og gera allt sem unnt er að gera til að tryggja að slík alvarleg handvömm endurtaki sig ekki. Ekkert slíkt er gert, a.m.k. ekki að mínu viti. Annar skjólstæðingur minn sem hafði alið upp tvö börn sín einn frá unga aldri þeirra, varð fyrir því að hitt foreldri barnanna fékk tiltekna barnaverndarnefnd til að fjarlægja börnin af heimilinu og koma þeim til hins foreldrisins, þrátt fyrir að fyrirhugað væri forsjármál þess foreldris fyrir dómi. Engin óregla var á heimilinu, né ofbeldi, heldur talið að foreldrið hefði ekki nægt innsæi inn í vanda barnanna. Annað barnið var ,,neyðarvistað“ hjá öðru foreldrinu á þeim grunni að það væri svo hrætt við hitt foreldrið, en síðar kom í ljós að barnavernd ræddi ekki við barnið fyrr en mörgum dögum eftir neyðarvistunina. Þá kom einnig í ljós að lögmaður hins foreldrisins, sem barnaverndarnefnd vistaði börnin hjá, var jafnframt formaður barnaverndarnefndarinnar. Nefndin vísaði til þess að formaðurinn hafði ,,vikið sæti“ í máli þessu, en staðreyndin er sú að lögum samkvæmt hefur formaðurinn húsbóndavald yfir starfsfólki sínu, sbr. 14. gr. barnaverndarlaga. Lögfræðingur barnaverndarinnar sem rak málið fyrir hönd nefndarinnar fyrir dómi rak ennfremur lögmannsstofu með formanninum um árabil. Dómstólar staðfestu gerðir barnaverndar og höfnuðu öllum málsástæðum um vanhæfi nefndarinnar. Síðan hefur skjólstæðingur minn misst allt samband við börnin sín, sem hann ól upp að mestu leyti sjálfur. Í þessum töluðu orðum er formaður barnaverndarnefndarinnar að reka forsjármál á hendur foreldrinu fyrir dómi, fyrir hönd þess foreldris sem barnaverndarnefndin, vistaði börnin hjá. Það vekur mikla undrun hjá undirrituðum lögmanni að þeim dómara sem fer með málið skuli ekkert þykja athugavert við þetta fyrirkomulag. Í öðru máli höfðu tvö börn lýst harðræði, ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu foreldris og var það m.a. tilkynnt til barnaverndar af sálfræðingi. Viðbrögð barnaverndar voru þau að hringja í meintan geranda, sem m.a. viðurkenndi kynferðislega áreitið, og loka svo málinu í framhaldinu og aðhafast ekkert. Hvorki var haft samband við lögreglu né ákveðið að taka viðtal við börnin hjá barnavernd. Í öðru máli hafði ungt barn lýst alvarlegu ofbeldi foreldris hjá sálfræðingi. Sálfræðingurinn tilkynnti það til barnaverndar. Barnavernd ákvað að loka málinu og aðhafast ekkert, á þeim grunni að barnið væri núþegar í sálfræðimeðferð og því „með viðeigandi stuðning“. Í því máli er lögmaður umrædds foreldris, sem grunað er um ofbeldi gegn barninu, enn fremur starfandi lögmaður barnaverndarnefndarinnar sem fór með málið. Svo virðist sem mannréttindi, lög og reglur gildi ekki þegar kemur að barnaverndarmálum á Íslandi. Það virðist enginn vilja trúa því, að það geti verið eitthvað mikið að vinnubrögðum starfsmanna barnaverndar eða nefndanna. Þöggun og meðvirkni virðist ríkja, alveg sama hversu augljóslega lögbrotin blasa við. Þetta á við um öll svið ríkisins, barnavernd, dómstóla, úrskurðarnefnd Velferðarmála, Umboðsmann Alþingis og lögreglu. Samt er það þannig að þegar horft er tilbaka í sögu barnaverndarstarfs á Íslandi, þá stendur eftir brunaslóðin af lögbrotum og mannréttindabrotum, ofbeldi og illri meðferð. Reglulega birtast fréttir af slíku. Helst ber að nefna í nóvember s.l., fréttir af hryllilegu ofbeldi, barnanauðgunum, barsmíðum og andlegu ofbeldi sem ung börn voru hugsanlega beitt á vistheimili. Þangað voru þau send á vegum barnaverndarnefndar Akureyrar á árunum 1972-79. Sagt var frá því að það hafi verið vitað að ekki var allt með felldu, einhver reyndi að bregðast við, fá yfirvöld til að gera eitthvað. Ofbeldinu og harðræðinu var lýst fyrir stjórnvöldum og barnaverndarnefndinni sjálfri og þess krafist að eitthvað yrði gert. Viðbrögð barnaverndarnefndar voru þau að vísa slíkum viðvörunum á bug og hvítþvo brotin sem þar viðgengust og þau látin viðgangast áfram. Þetta er því miður endurtekin saga. Breiðavíkurmálið svokallaða varpaði ljósi á hryllilegt ofbeldi, misþyrmingar, pyntingar og kynferðislegt ofbeldi sem börn á vegum barnaverndaryfirvalda voru beitt í áraraðir á vistheimili barna. Rannsóknir hafa sýnt að aðbúnaður barna í vistun á vegum barnaverndarnefnda landsins hefur verið stórlega ábótavant og hafa sýnt að meiri líkur en minni hafa verið á að brotið sé gegn börnum sem eru vistuð á vegum barnaverndar. Nýlegar fréttir af harðræði á vistheimilum barna í Varpholti og Laugalandi í Eyjafirði á árunum 1997-2007 hafa vart farið framhjá nokkrum. Svona brot eru enn að eiga sér stað í dag. Árið 2020 var starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum sem voru skjólstæðingar barnaverndar Reykjavíkur. Sá starfsmaður var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum barnaverndar og svaf þar sem heimilismaður með fullt hús af börnum. Í fréttum kom fram að maðurinn hafði verið tilkynntur til barnaverndar árið 2008 en barnavernd gerði ekkert. Brotin héldu því áfram. Ofbeldi og kynferðisbrot eru meðal svívirðilegustu og alvarlegustu brota sem til eru. Við fordæmum slík brot í dag og margt hefur sem betur fer breyst. En er í lagi að ljúga upp á foreldra í opinberum skýrslum barnaverndar og nota svo þau ósannindi til að taka barn frá foreldri sínu? Er í lagi að taka ekkert mark á tilkynningum um ofbeldi gegn barni? Er í lagi að brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fjölskyldu foreldris, vera með ólögmæt afskipti af lyfjameðferð þess, stuðla að umgengnistálmunum, brjóta foreldra svo mikið niður að þau eigi engrar undankomu auðið og taka síðan af þeim barnið og gera sjónvarpsþátt um það? Við vitum að kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum hefur viðgengist af hálfu starfsmanna barnaverndar en erum of mikilli sjálfsblekkingu til að trúa því að það geti verið mögulegt að verið sé að skrifa skýrslur á vegum barnaverndar þar sem sannleikurinn er afbakaður og sögð hrein ósannindi? Að verið sé að brjóta gegn mannréttindum barna og foreldra þeirra eða að spilling geti hreinlega verið að eiga sér stað? Það heyrir til algerra undantekninga að foreldri fremji svo svívirðileg brot gegn börnum, líkt og þau sem lýst er hér að framan. Yfirleitt eru þetta elskandi foreldrar, sem sjúkdóms vegna, geta ekki veitt börnum sínum eins gott uppeldi og æskilegt væri. Samt sem áður er komið fram við þessa foreldra eins og glæpamenn. En hvað segir sagan okkur? Hver verndar fjölskyldur og börn í landinu gegn brotum barnaverndar? Getum við í fullvissu sagt, að öryggi barns sé tryggt þegar það er komið í vistun á vegum barnaverndarnefndar? Mögulega eftir 10, 20 eða 30 ár, munu núverandi vinnubrögð barnaverndar koma upp á yfirborðið og verða rannsökuð. En þá er það orðið of seint. Sagan heldur áfram, enginn gerir neitt. Og hver ber ábyrgð? Þeir sem gera ekkert, þeir sem sópa vandanum undir teppið, horfa framhjá þessu, neita að taka á þessu, þeir bera ábyrgðina. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Barnavernd Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður lýst því sem ég hef séð af vinnubrögðum barnaverndar á Íslandi sem lögmaður. Brunaslóðin, lögbrotin, mannréttindabrotin og sársaukinn. Hvernig dómstólar, sem eiga að vera verndarar mannréttinda í landinu, bregðast þegar kemur að brotum barnaverndar. Horfa framhjá þeim, staðfesta þau. Lögreglan, Umboðsmaður Alþingis, úrskurðarnefnd Velferðarmála, stjórnvöld einnig. Það er alveg sama hversu hart ég hef barist fyrir því að vinnubrögð barnaverndar verði skoðuð, rannsökuð, því hefur verið hafnað á öllum stigum ríkisvaldsins. Það er engin vernd og engin leið fyrir brotaþola barnaverndar að fá vernd, fá eðlilega málsmeðferð. Hvað þá að barnavernd sjálf, bæti fyrir brot sín eða viðurkenni vandann. Vegna þessa sér undirritaður lögmaður enga aðra leið en að skrifa opinberlega um það sem ég hef orðið vitni að í barnaverndarkerfi íslendinga. Fyrir nokkrum árum hafði skjólstæðingur minn og eiginkona hans (foreldrar ungs barns) verið að berjast fyrir barni sínu sem hafði verið sett í tímabundið fóstur á meðan móðir sótti meðferð og faðir vann að bættri heilsu. Um var að ræða nokkurra mánaða vistun og skv. lögum átti að stefna að því að barnið kæmi aftur til foreldra sinna að lokinni þeirri vistun. Hlutverk barnaverndar var að styrkja foreldrana og aðstoða þá svo þau yrðu í stakk búin að sinna barninu á fullnægjandi hátt og hlú að uppeldisskilyrðum þess. Það á alltaf að vera hlutverk barnaverndar, að sameina fjölskyldur. Í stað þess að gera það, gerðu starfsmenn barnaverndar ásamt stórri stjónvarpsstöð, sjónvarpsþátt um barn skjólstæðings míns og eiginkonu hans. Þátturinn var gerður án heimildar foreldranna, sem á þessum tíma fóru með forsjá barnsins og síðan sýndur í sjónvarpinu án þeirrar vitundar. Þar var barnið m.a. sýnt á meðan það var á vistheimili barna á vegum Reykjavíkurborgar, foreldrar barnsins sakaðir um vanrækslu og fósturmóðirin, sem var aðalstjarna þáttarins ásamt barni skjólstæðinga minna, lét m.a. úr sér falla orð um að hún vonaðist til að hann færi ekki aftur til foreldra sinna enda ljóst að henni langaði svo mikið í barn. Þannig var fjallað um viðkvæm einkamálefni barnsins og foreldranna í sjónvarpsþætti á sama tíma og foreldrar barnsins voru að berjast fyrir heilsu sinni, móðir m.a. að berjast fyrir því að vera edrú og ná bata. Hjónin fengu símtal frá ættingja og þeim tjáð að barn þeirra væri í sjónvarpsþætti. Þegar þau kveiktu á sjónvarpinu fengu þau algert áfall. Niðurbrotið við að sjá barn sitt sem viðfang sjónvarpsþáttar, þar sem m.a. var tekið viðtal við starfsmann barnaverndar sem var ráðgjafi foreldranna, inn á vistheimili barna, á sama tíma og það átti að stefna að því að barnið kæmi aftur í þeirra umsjá, var algert. Móðirinn féll á vímuefnabindindi sínu í kjölfar þáttarins og náði sér aldrei tilbaka. Hún lést úr fíknisjúkdómi sínum einhverjum mánuðum síðar. Foreldrarnir voru í framhaldi þáttarins forsjársviptir og var niðurbrotið og andlega áfallið sem þau hlutu vegna þáttarins m.a. notað gegn þeim til að rökstyðja að þau væru ófær um að fara með forsjá barnsins. Þegar lögmaður föður reyndi að spyrja starfsmann barnaverndar út í þáttinn fyrir dómi, þaggaði dómarinn niður í honum. Svona þöggunartilburði dómara hefur undirritaður lögmaður sjálf upplifað þegar ég hef reynt að spyrja starfsmann barnaverndar út í ámælisverð vinnubrögð. Þátturinn rústaði lífi þessarar fjölskyldu, móðirin lést skömmu síðar og faðirinn glímir enn við varanlegt heilsutjón vegna hans. Barnið á enn eftir að upplifa stórkostlegt áfall þegar það og allir vinir þess munu horfa á þáttinn sem enn er aðgengilegur á netinu. Síðar fékk skjólstæðingur minn fregnir af því að fósturmóðir barnsins hefði verið starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar og að umsjónarmaður þáttarins, hefði sjálfur fengið fósturbarn frá barnavernd Reykjavíkur. Með aðkomu að gerð þáttarins og þáttöku sinni í honum tel ég ljóst að starfsfólk barnaverndar Reykjavíkur hafi brotið með grófum hætti gegn friðhelgi einkalífs og fjölskyldu skjólstæðings míns, eiginkonu hans og barns þeirra, sbr. 71. gr. stjskr. auk 8. gr. MSE, 16. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013 sem og gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Þá var enn fremur brotið gegn 1. mgr. 228. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 enda verið að útbúa, sýna, skýra frá, birta og dreifa í heimildarleysi, myndefni og upplýsingum um einkamál þessarar fjölskyldu. Þá tel ég ljóst að um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða hjá opinberum starfsmanni sem felur í sér brot gegn 230. gr. alm. hgl., sbr. einnig 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga auk X. kafla stjórnsýslulaga. En jafnvel þótt hegningarlagabrotum opinberra starfsmanna sé sjónvarpað fyrir alþjóð, virðist lögreglan ekki telja sér skylt að bregðast við. Í öðru máli hafði skjólstæðingur minn verið svipt barni sínu tímabundið vegna óstaðfestra ásakana um neyslu. Það var alveg sama hversu mörg og skýr vottorð geðlæknir hennar sendi barnavernd, um að konan væri að taka lögleg lyf skv. læknisráði, það var ekkert mark tekið á því og hún ásökuð um að vera að ,,misnota lyfin og að þetta væru vímulyf“. Konan fór í örvæntingu að biðja geðlækninn sinn um að taka sig af lyfjunum jafnvel þótt það hefði þýtt að hún hefði getað fengið hættuleg krampaköst. Eftir að barnið kom aftur í umsjá móður sinnar fór barnavernd að ofsækja konuna, óboðað eftirlit á hverjum einasta degi, endalausar heimsóknir, fundir og ásakanir um misnotkun lyfja. Andleg heilsa konunar átti undir gríðarlegt högg að sækja, streita og kvíði yfir vinnubrögðum barnaverndar gerðu það að verkum að konan var með flensueinkenni í margar vikur. Þegar undirrituð gerði athugasemdir við ofsóknir þessar, enda hafði ekkert tilefni verið til þeirra, var viðkvæðið frá starfsmanni barnaverndar að ,,það væri áætlun í málinu“. Áætlun í málinu og stjórnarskrárvarin mannréttindi þín fljúga út um gluggann. Ekkert til sem heitir friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Ekkert innsæi inn í hversu streitu- og kvíðavaldandi það er að vera með barnaverndarstarfsmenn á hurðinni hjá þér daglega, án fyrirvara, þegar það hefur áður valdið því barnið þitt er tekið frá þér, frá heimili sínu. Annar skjólstæðingur minn varð fyrir því að skýrslur barnaverndar fólu ítrekað í sér rangfærslur og ósannindi þar sem foreldrið var svert. Skýrslur þessar voru síðan notaðar til að reyna að svipta hana barni sínu. Engin leið hefur reynst henni fær til að fá þetta leiðrétt og dómstólar hafa þaggað þetta niður, neitað að skoða þetta, neitað að taka afstöðu til þessa, sem og lögreglan. Umboðsmaður Alþingis gaf einnig skýr skilaboð um að hjá honum væri ekkert skjól, fyrir slíkum brotum opinberra starfsmanna. Í þessu máli var m.a. fullyrt í úrskurði barnaverndarnefndarinnar að tiltekin systkini hefðu haldið góðu sambandi og hittust reglulega. Þetta gat hins vegar ekki verið fjarri sannleikanum enda viðurkenndi sama nefndin síðar brotin með greiðslu miskabóta fyrir að hafa ekki tryggt eðlilega umgengni milli systkininna. Ef einhver eðlileg vinnubrögð væru viðhöfð myndi nefndin taka vinnulag sitt til gagngerrar endurskoðunar og rannsaka, hvernig stendur eiginlega á því að svona rangfærslur skili sér í úrskurð nefndarinnar? Og gera allt sem unnt er að gera til að tryggja að slík alvarleg handvömm endurtaki sig ekki. Ekkert slíkt er gert, a.m.k. ekki að mínu viti. Annar skjólstæðingur minn sem hafði alið upp tvö börn sín einn frá unga aldri þeirra, varð fyrir því að hitt foreldri barnanna fékk tiltekna barnaverndarnefnd til að fjarlægja börnin af heimilinu og koma þeim til hins foreldrisins, þrátt fyrir að fyrirhugað væri forsjármál þess foreldris fyrir dómi. Engin óregla var á heimilinu, né ofbeldi, heldur talið að foreldrið hefði ekki nægt innsæi inn í vanda barnanna. Annað barnið var ,,neyðarvistað“ hjá öðru foreldrinu á þeim grunni að það væri svo hrætt við hitt foreldrið, en síðar kom í ljós að barnavernd ræddi ekki við barnið fyrr en mörgum dögum eftir neyðarvistunina. Þá kom einnig í ljós að lögmaður hins foreldrisins, sem barnaverndarnefnd vistaði börnin hjá, var jafnframt formaður barnaverndarnefndarinnar. Nefndin vísaði til þess að formaðurinn hafði ,,vikið sæti“ í máli þessu, en staðreyndin er sú að lögum samkvæmt hefur formaðurinn húsbóndavald yfir starfsfólki sínu, sbr. 14. gr. barnaverndarlaga. Lögfræðingur barnaverndarinnar sem rak málið fyrir hönd nefndarinnar fyrir dómi rak ennfremur lögmannsstofu með formanninum um árabil. Dómstólar staðfestu gerðir barnaverndar og höfnuðu öllum málsástæðum um vanhæfi nefndarinnar. Síðan hefur skjólstæðingur minn misst allt samband við börnin sín, sem hann ól upp að mestu leyti sjálfur. Í þessum töluðu orðum er formaður barnaverndarnefndarinnar að reka forsjármál á hendur foreldrinu fyrir dómi, fyrir hönd þess foreldris sem barnaverndarnefndin, vistaði börnin hjá. Það vekur mikla undrun hjá undirrituðum lögmanni að þeim dómara sem fer með málið skuli ekkert þykja athugavert við þetta fyrirkomulag. Í öðru máli höfðu tvö börn lýst harðræði, ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu foreldris og var það m.a. tilkynnt til barnaverndar af sálfræðingi. Viðbrögð barnaverndar voru þau að hringja í meintan geranda, sem m.a. viðurkenndi kynferðislega áreitið, og loka svo málinu í framhaldinu og aðhafast ekkert. Hvorki var haft samband við lögreglu né ákveðið að taka viðtal við börnin hjá barnavernd. Í öðru máli hafði ungt barn lýst alvarlegu ofbeldi foreldris hjá sálfræðingi. Sálfræðingurinn tilkynnti það til barnaverndar. Barnavernd ákvað að loka málinu og aðhafast ekkert, á þeim grunni að barnið væri núþegar í sálfræðimeðferð og því „með viðeigandi stuðning“. Í því máli er lögmaður umrædds foreldris, sem grunað er um ofbeldi gegn barninu, enn fremur starfandi lögmaður barnaverndarnefndarinnar sem fór með málið. Svo virðist sem mannréttindi, lög og reglur gildi ekki þegar kemur að barnaverndarmálum á Íslandi. Það virðist enginn vilja trúa því, að það geti verið eitthvað mikið að vinnubrögðum starfsmanna barnaverndar eða nefndanna. Þöggun og meðvirkni virðist ríkja, alveg sama hversu augljóslega lögbrotin blasa við. Þetta á við um öll svið ríkisins, barnavernd, dómstóla, úrskurðarnefnd Velferðarmála, Umboðsmann Alþingis og lögreglu. Samt er það þannig að þegar horft er tilbaka í sögu barnaverndarstarfs á Íslandi, þá stendur eftir brunaslóðin af lögbrotum og mannréttindabrotum, ofbeldi og illri meðferð. Reglulega birtast fréttir af slíku. Helst ber að nefna í nóvember s.l., fréttir af hryllilegu ofbeldi, barnanauðgunum, barsmíðum og andlegu ofbeldi sem ung börn voru hugsanlega beitt á vistheimili. Þangað voru þau send á vegum barnaverndarnefndar Akureyrar á árunum 1972-79. Sagt var frá því að það hafi verið vitað að ekki var allt með felldu, einhver reyndi að bregðast við, fá yfirvöld til að gera eitthvað. Ofbeldinu og harðræðinu var lýst fyrir stjórnvöldum og barnaverndarnefndinni sjálfri og þess krafist að eitthvað yrði gert. Viðbrögð barnaverndarnefndar voru þau að vísa slíkum viðvörunum á bug og hvítþvo brotin sem þar viðgengust og þau látin viðgangast áfram. Þetta er því miður endurtekin saga. Breiðavíkurmálið svokallaða varpaði ljósi á hryllilegt ofbeldi, misþyrmingar, pyntingar og kynferðislegt ofbeldi sem börn á vegum barnaverndaryfirvalda voru beitt í áraraðir á vistheimili barna. Rannsóknir hafa sýnt að aðbúnaður barna í vistun á vegum barnaverndarnefnda landsins hefur verið stórlega ábótavant og hafa sýnt að meiri líkur en minni hafa verið á að brotið sé gegn börnum sem eru vistuð á vegum barnaverndar. Nýlegar fréttir af harðræði á vistheimilum barna í Varpholti og Laugalandi í Eyjafirði á árunum 1997-2007 hafa vart farið framhjá nokkrum. Svona brot eru enn að eiga sér stað í dag. Árið 2020 var starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum sem voru skjólstæðingar barnaverndar Reykjavíkur. Sá starfsmaður var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum barnaverndar og svaf þar sem heimilismaður með fullt hús af börnum. Í fréttum kom fram að maðurinn hafði verið tilkynntur til barnaverndar árið 2008 en barnavernd gerði ekkert. Brotin héldu því áfram. Ofbeldi og kynferðisbrot eru meðal svívirðilegustu og alvarlegustu brota sem til eru. Við fordæmum slík brot í dag og margt hefur sem betur fer breyst. En er í lagi að ljúga upp á foreldra í opinberum skýrslum barnaverndar og nota svo þau ósannindi til að taka barn frá foreldri sínu? Er í lagi að taka ekkert mark á tilkynningum um ofbeldi gegn barni? Er í lagi að brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fjölskyldu foreldris, vera með ólögmæt afskipti af lyfjameðferð þess, stuðla að umgengnistálmunum, brjóta foreldra svo mikið niður að þau eigi engrar undankomu auðið og taka síðan af þeim barnið og gera sjónvarpsþátt um það? Við vitum að kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum hefur viðgengist af hálfu starfsmanna barnaverndar en erum of mikilli sjálfsblekkingu til að trúa því að það geti verið mögulegt að verið sé að skrifa skýrslur á vegum barnaverndar þar sem sannleikurinn er afbakaður og sögð hrein ósannindi? Að verið sé að brjóta gegn mannréttindum barna og foreldra þeirra eða að spilling geti hreinlega verið að eiga sér stað? Það heyrir til algerra undantekninga að foreldri fremji svo svívirðileg brot gegn börnum, líkt og þau sem lýst er hér að framan. Yfirleitt eru þetta elskandi foreldrar, sem sjúkdóms vegna, geta ekki veitt börnum sínum eins gott uppeldi og æskilegt væri. Samt sem áður er komið fram við þessa foreldra eins og glæpamenn. En hvað segir sagan okkur? Hver verndar fjölskyldur og börn í landinu gegn brotum barnaverndar? Getum við í fullvissu sagt, að öryggi barns sé tryggt þegar það er komið í vistun á vegum barnaverndarnefndar? Mögulega eftir 10, 20 eða 30 ár, munu núverandi vinnubrögð barnaverndar koma upp á yfirborðið og verða rannsökuð. En þá er það orðið of seint. Sagan heldur áfram, enginn gerir neitt. Og hver ber ábyrgð? Þeir sem gera ekkert, þeir sem sópa vandanum undir teppið, horfa framhjá þessu, neita að taka á þessu, þeir bera ábyrgðina. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar