Haustboðinn ljúfi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Þrír hlutir sem ekki bregðast í Reykjavík Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Grunnskólarnir taka aftur til starfa næstkomandi mánudag og dýrmætum samverustundum fjölskyldunnar fækkar í bili. Nú nálgast haustið og þá eru foreldrar ungra barna og börnin sjálf í ærið misjafnri stöðu eftir sveitarfélögum. Við fylgjumst með örvæntingafullri baráttu foreldra barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík árum saman. Og einmitt í þessari viku fengu eflaust margir reykvískir foreldrar samhljóða tölvupóst um frístundavist næsta vetur: „Barn á biðlista um sinn“. Í póstinum er tekið fram að ekki hafi enn tekist að fullmanna frístundaheimil barnsins míns en að allt kapp sé lagt á að leysa vandann fyrir starfið sem hefjist eftir minna en viku. Meðal annars sé beðið eftir stundarskrá starfsfólks sem sé í námi. Það skrýtna er að þessi mönnunarvandi virðist mun flóknari í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við börn. Leikskólavandinn er þannig langmestur þar og lausleg könnun leiðir í ljós að takmörkun á frístundastarfi þekkist ekki í nágrannasveitarfélögum okkar. Á síðasta skólaári fékk sonur minn pláss í frístund þann 12. október. Þá höfðum við púslað saman dagskrá hans, vinnutíma okkar og tómstundum hans í tæpa tvo mánuði, en skóladegi hans lýkur um kl. 14. Reykvísk börn geta því ekki treyst á að komast í rútínu á haustin eftir rútínuleysi sumarfrísins. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist undanskilja þónokkuð mörg börn í Reykjavík. Og við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að tryggja börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. Það er alltof langt í næstu kosningar. Höfundur er foreldri í Reykjavík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þrír hlutir sem ekki bregðast í Reykjavík Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Grunnskólarnir taka aftur til starfa næstkomandi mánudag og dýrmætum samverustundum fjölskyldunnar fækkar í bili. Nú nálgast haustið og þá eru foreldrar ungra barna og börnin sjálf í ærið misjafnri stöðu eftir sveitarfélögum. Við fylgjumst með örvæntingafullri baráttu foreldra barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík árum saman. Og einmitt í þessari viku fengu eflaust margir reykvískir foreldrar samhljóða tölvupóst um frístundavist næsta vetur: „Barn á biðlista um sinn“. Í póstinum er tekið fram að ekki hafi enn tekist að fullmanna frístundaheimil barnsins míns en að allt kapp sé lagt á að leysa vandann fyrir starfið sem hefjist eftir minna en viku. Meðal annars sé beðið eftir stundarskrá starfsfólks sem sé í námi. Það skrýtna er að þessi mönnunarvandi virðist mun flóknari í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við börn. Leikskólavandinn er þannig langmestur þar og lausleg könnun leiðir í ljós að takmörkun á frístundastarfi þekkist ekki í nágrannasveitarfélögum okkar. Á síðasta skólaári fékk sonur minn pláss í frístund þann 12. október. Þá höfðum við púslað saman dagskrá hans, vinnutíma okkar og tómstundum hans í tæpa tvo mánuði, en skóladegi hans lýkur um kl. 14. Reykvísk börn geta því ekki treyst á að komast í rútínu á haustin eftir rútínuleysi sumarfrísins. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist undanskilja þónokkuð mörg börn í Reykjavík. Og við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að tryggja börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. Það er alltof langt í næstu kosningar. Höfundur er foreldri í Reykjavík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun