Leikskólamál í lamasessi Kolbrún Baldursdóttir og Helga Þórðardóttir skrifa 15. ágúst 2022 13:02 Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er óásættanlegt. Enginn mótmælir því, ekki einu sinni meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrst þegar hugmyndin um hinar svokölluðu ævintýraborgir, hreyfanlegir einingarleikskólar, var lögð á borð borgarstjórnar fylltust allir von og trú um að nú væri að nást utan um þennan gamla gróna vanda sem er hvað áþreifanlegastur á haustin. Mikil fjölgun hefur verið á umsóknum og má rekja vandann helst til húsnæðisleysis og manneklu. Vandinn hefur aldrei verið eins átakanlegur og nú. Störf í leikskóla eru ekki eftirsótt, alla vega ekki nógu eftirsótt. Launin eru léleg og álag mikið. Hvað fór úrskeiðis með þessar færanlegu einingar og húsnæðismálin er óljóst. Flokkur fólksins hefur spurst fyrir um þessi mál og einnig óskað eftir umræðu um þau í umhverfis- og skipulagsráði.Reykjavíkurborg þarf að taka sig verulega á þegar kemur að leikskólamálum. Reykjavíkurborg getur litið til þeirra lausna sem önnur sveitarfélög hafa beitt. Leikskólamál eru í lagi í mörgum sveitarfélögum sem eru komin fram úr Reykjavík bæði við að eyða biðlistum, þjónustu við börnin og foreldrana og eru dæmi að finna um leikskóla með gjaldfrjálsan mat og jafnvel einstök sveitarfélög hafa fellt niður leikskólagjöld. Ekki bara lofa heldur einnig að standa við loforðin Meirihlutinn í borgarstjórn hefur verið iðinn við að lofa en öðru máli gegnir um efndir. Hér þarf að gera betur. Bréf frá örvæntingarfullum foreldrum hafa hrannast upp í pósthólfum borgarfulltrúa undanfarnar vikur. Börn, jafnvel 20 mánaða gömul hafa fengið pláss á leikskóla sem er ekki til. Þessi staða veldur streitu og kvíða hjá foreldrum. Skylda Reykjavíkurborgar sem sveitarfélag með lögbundna þjónustu er að koma til aðstoðar með öllum mögulegum ráðum. Komið er að þolmörkum. Lausnir Flokkur fólksins, sem situr í minnihluta, hefur lagt fram tillögur til sérstakra lausna á meðan ástandið er slæmt. Ein af tillögum Flokks fólksins er að veita þeim foreldrum sem eru í mestri neyð aðstoð í formi sérstaks styrks á meðan verið að að ljúka framkvæmdum við leikskóla. Hin útfærsla Flokks fólksins er, að á meðan Reykjavíkurborg getur ekki veitt yngstu börnunum leikskólapláss að bjóða foreldrum mánaðarlegan styrk (heimgreiðslur) sem jafngildir niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar fyrir leikskólapláss fyrstu tvö árin. Einhverjir foreldrar hafa tækifæri til að vera heima hjá barni sínu fyrstu misserin og geta vel hugsað sér að þiggja mánaðarlegar greiðslur frekar en að þiggja leikskólapláss. Heimgreiðsluúrræðið mun létta á biðlistum. Nóg er komið Þetta ástand kemur sérlega illa niður á foreldrum með lágar tekjur og sem eru ekki með stuðning fjölskyldu. Ungir foreldrar eru ekki allir með foreldra sína og stórfjölskyldu í Reykjavík til að hlaupa undir bagga. Fjölmargar fjölskyldur eru búnar að nýta öll úrræði sem þeim býðst og hafa engin frekari ráð til að fá pössun fyrir börn sín. Hvernig eiga foreldrar að geta stundað vinnu sína? Flokkur fólksins vill að fólkið í borginni verði í fyrsta sæti. Þjónustu er víða ábótavant og er skemmst að minnast langra biðlista í nánast alla þjónustu. Nú bíða 2012 börn eftir þjónustu t.d. sálfræðinga og talmeinafræðinga á vegum skólaþjónustu borgarinnar. Vonir stóðu til að Framsóknarflokkurinn myndi hrista rækilega upp í „gamla“ meirihlutanum . Vissulega er kjörtímabilið nýhafið með Framsóknarflokk sem nýrri viðbót. Fólk, börn og viðkvæmir hópar geta ekki beðið lengur. Það komið nóg af bið, afsökunum og sviknum loforðum. Mikilvægt er að meirihlutinn í borgarstjórn, skóla- og frístundasvið og velferðarsvið bregðist við þessu vandræðaástandi og sendi frá sér skýr skilaboð um að grípa eigi til alvöru aðgerða. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ReykjavíkurHelga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Helga Þórðardóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er óásættanlegt. Enginn mótmælir því, ekki einu sinni meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrst þegar hugmyndin um hinar svokölluðu ævintýraborgir, hreyfanlegir einingarleikskólar, var lögð á borð borgarstjórnar fylltust allir von og trú um að nú væri að nást utan um þennan gamla gróna vanda sem er hvað áþreifanlegastur á haustin. Mikil fjölgun hefur verið á umsóknum og má rekja vandann helst til húsnæðisleysis og manneklu. Vandinn hefur aldrei verið eins átakanlegur og nú. Störf í leikskóla eru ekki eftirsótt, alla vega ekki nógu eftirsótt. Launin eru léleg og álag mikið. Hvað fór úrskeiðis með þessar færanlegu einingar og húsnæðismálin er óljóst. Flokkur fólksins hefur spurst fyrir um þessi mál og einnig óskað eftir umræðu um þau í umhverfis- og skipulagsráði.Reykjavíkurborg þarf að taka sig verulega á þegar kemur að leikskólamálum. Reykjavíkurborg getur litið til þeirra lausna sem önnur sveitarfélög hafa beitt. Leikskólamál eru í lagi í mörgum sveitarfélögum sem eru komin fram úr Reykjavík bæði við að eyða biðlistum, þjónustu við börnin og foreldrana og eru dæmi að finna um leikskóla með gjaldfrjálsan mat og jafnvel einstök sveitarfélög hafa fellt niður leikskólagjöld. Ekki bara lofa heldur einnig að standa við loforðin Meirihlutinn í borgarstjórn hefur verið iðinn við að lofa en öðru máli gegnir um efndir. Hér þarf að gera betur. Bréf frá örvæntingarfullum foreldrum hafa hrannast upp í pósthólfum borgarfulltrúa undanfarnar vikur. Börn, jafnvel 20 mánaða gömul hafa fengið pláss á leikskóla sem er ekki til. Þessi staða veldur streitu og kvíða hjá foreldrum. Skylda Reykjavíkurborgar sem sveitarfélag með lögbundna þjónustu er að koma til aðstoðar með öllum mögulegum ráðum. Komið er að þolmörkum. Lausnir Flokkur fólksins, sem situr í minnihluta, hefur lagt fram tillögur til sérstakra lausna á meðan ástandið er slæmt. Ein af tillögum Flokks fólksins er að veita þeim foreldrum sem eru í mestri neyð aðstoð í formi sérstaks styrks á meðan verið að að ljúka framkvæmdum við leikskóla. Hin útfærsla Flokks fólksins er, að á meðan Reykjavíkurborg getur ekki veitt yngstu börnunum leikskólapláss að bjóða foreldrum mánaðarlegan styrk (heimgreiðslur) sem jafngildir niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar fyrir leikskólapláss fyrstu tvö árin. Einhverjir foreldrar hafa tækifæri til að vera heima hjá barni sínu fyrstu misserin og geta vel hugsað sér að þiggja mánaðarlegar greiðslur frekar en að þiggja leikskólapláss. Heimgreiðsluúrræðið mun létta á biðlistum. Nóg er komið Þetta ástand kemur sérlega illa niður á foreldrum með lágar tekjur og sem eru ekki með stuðning fjölskyldu. Ungir foreldrar eru ekki allir með foreldra sína og stórfjölskyldu í Reykjavík til að hlaupa undir bagga. Fjölmargar fjölskyldur eru búnar að nýta öll úrræði sem þeim býðst og hafa engin frekari ráð til að fá pössun fyrir börn sín. Hvernig eiga foreldrar að geta stundað vinnu sína? Flokkur fólksins vill að fólkið í borginni verði í fyrsta sæti. Þjónustu er víða ábótavant og er skemmst að minnast langra biðlista í nánast alla þjónustu. Nú bíða 2012 börn eftir þjónustu t.d. sálfræðinga og talmeinafræðinga á vegum skólaþjónustu borgarinnar. Vonir stóðu til að Framsóknarflokkurinn myndi hrista rækilega upp í „gamla“ meirihlutanum . Vissulega er kjörtímabilið nýhafið með Framsóknarflokk sem nýrri viðbót. Fólk, börn og viðkvæmir hópar geta ekki beðið lengur. Það komið nóg af bið, afsökunum og sviknum loforðum. Mikilvægt er að meirihlutinn í borgarstjórn, skóla- og frístundasvið og velferðarsvið bregðist við þessu vandræðaástandi og sendi frá sér skýr skilaboð um að grípa eigi til alvöru aðgerða. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ReykjavíkurHelga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun