Aðgengisstéttaskipting í heilbrigðiskerfinu Íris Róbertsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 07:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um stöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Formaður Læknafélags Íslands hefur verið að taka út stöðuna á landsbyggðinni hvað varðar læknamönnun. Fréttablaðið fylgdi því máli vel eftir og var m.a. viðtal við Davíð Egilsson, yfirlækni heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum, sem segir að ástandið í Eyjum sé óásættanlegt. Læknamönnunin geti verið allt niður í 50-75% af þörfinni og þetta sé ekki einsdæmi á landsbyggðinni. Það er augljóst að það ástand mun ekki geta gengið mikið lengur. Tryggja þarf grunnheilbrigðisþjónustu um allt land Eitt mikilvægasta verkefnið næstu misserin er mönnun heilsugæslunnar til að hægt sé að tryggja grunnþjónustu á landsbyggðinni. Það er þörf á sameiginlegu átaki og nauðsynlegt að fulltrúar landsbyggðarinnar komi saman að borðinu gagnvart ríkinu svo hægt sé að þoka málum áfram af einhverjum krafti. Það verður að búa þannig um hnútana að hægt sé að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þau geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað að veita. Til þess að það raungerist þarf breytingu á því umhverfi sem er í dag. Stefnumótandi byggðaáætlun árin 2022-2036 Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 sem samþykkt var á alþingi 15. júní sl. eru sett fram framtíðarsýn og meginmarkmið og lykilviðfangsefni skilgreind. „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.Meginmarkmið eru tvenns konar: Innviðir mæti þörfum samfélagsins og að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær.“ Samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir er markmið stjórnvalda í byggðamálum að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt. Þessi metnaðarfulla tillaga styður við þessi markmið og er með 43 aðgerðum til að mæta meginmarkmiðumun. Mikilvægt er að forgangsraða þessum þörfu aðgerðum því ekki verður allt gert í einu. Rík áhersla þarf að vera á markmiðin sem falla undir lið A, Jafna aðgengi að þjónustu, með áherslu á heilbrigðisþjónustu. Eitt af markmiðunum lýtur að viðbragði neyðarþjónustu og auknu öryggi um land allt. Eitthvað sem ætti að vera nú þegar í lagi. Sjúkraflugið getur ekki sinnt öllu landinu! Fyrir liggur að oft þarf að flytja sjúklinga í sérhæfðari þjónustu á Landspítala en unnt er að veita í heimabyggð. Það kallar á að skilgreina þarf ásættanlegan viðbragðstíma og þjónustustig utanspítalaþjónustu. Tilgangurinn er að auka öryggi íbúa á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs, m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu. Viðbragðstíminn skiptir öllu máli og það ætti að vera öllum ljóst að fyrirkomulagið eins og það er í dag er ekki að þjónusta allt landið sem skyldi. Sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi er verkefni sem er tilbúið og myndi stórbæta ástandið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi öllu hvað varðar sjúkraflutninga og neyðarþjónustu, en það er ófjármagnað. Það þarf að gera breytingar til að tryggja að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með sambærilegum hætti. Ráðherra hefur nú skipað samráðshóp til að fara yfir sjúkraflutningaþættina en til viðbótar er mikil vinna eftir varðandi jöfnun á aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. Samráðshópurinn, sem ég sit í, hefur haldið einn fund og bind ég vonir við að út úr þessari vinnu komi lausnamiðaðar tillögur sem munu bæta stöðuna. Ég skynja að það er vilji hjá ráðherra til bóta en það þarf aðgerðir. Það þarf kannski „uppskurð“ á heilbrigðiskerfinu okkar og þá er allt undir. Við getum gert betur! Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Það er margt gott í heilbrigðiskerfinu okkar en það eru líka hlutir sem þarf að laga og jafnvel stórbæta. Það þarf að vera í lagi að ræða um alla þætti og það er mikilvægt að hlustað sé á alla aðila, fagfólk og líka notendur þjónustunnar. Og við þurfum væntanlega ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Trúlega eru til kerfi eða fyrirkomulag í nágrannalöndunum sem við getum nýtt okkur að einhverju leyti. Lærum af öðrum, byggjum upp og tryggjum jafnt aðgengi fyrir alla! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um stöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Formaður Læknafélags Íslands hefur verið að taka út stöðuna á landsbyggðinni hvað varðar læknamönnun. Fréttablaðið fylgdi því máli vel eftir og var m.a. viðtal við Davíð Egilsson, yfirlækni heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum, sem segir að ástandið í Eyjum sé óásættanlegt. Læknamönnunin geti verið allt niður í 50-75% af þörfinni og þetta sé ekki einsdæmi á landsbyggðinni. Það er augljóst að það ástand mun ekki geta gengið mikið lengur. Tryggja þarf grunnheilbrigðisþjónustu um allt land Eitt mikilvægasta verkefnið næstu misserin er mönnun heilsugæslunnar til að hægt sé að tryggja grunnþjónustu á landsbyggðinni. Það er þörf á sameiginlegu átaki og nauðsynlegt að fulltrúar landsbyggðarinnar komi saman að borðinu gagnvart ríkinu svo hægt sé að þoka málum áfram af einhverjum krafti. Það verður að búa þannig um hnútana að hægt sé að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þau geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað að veita. Til þess að það raungerist þarf breytingu á því umhverfi sem er í dag. Stefnumótandi byggðaáætlun árin 2022-2036 Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 sem samþykkt var á alþingi 15. júní sl. eru sett fram framtíðarsýn og meginmarkmið og lykilviðfangsefni skilgreind. „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.Meginmarkmið eru tvenns konar: Innviðir mæti þörfum samfélagsins og að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær.“ Samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir er markmið stjórnvalda í byggðamálum að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt. Þessi metnaðarfulla tillaga styður við þessi markmið og er með 43 aðgerðum til að mæta meginmarkmiðumun. Mikilvægt er að forgangsraða þessum þörfu aðgerðum því ekki verður allt gert í einu. Rík áhersla þarf að vera á markmiðin sem falla undir lið A, Jafna aðgengi að þjónustu, með áherslu á heilbrigðisþjónustu. Eitt af markmiðunum lýtur að viðbragði neyðarþjónustu og auknu öryggi um land allt. Eitthvað sem ætti að vera nú þegar í lagi. Sjúkraflugið getur ekki sinnt öllu landinu! Fyrir liggur að oft þarf að flytja sjúklinga í sérhæfðari þjónustu á Landspítala en unnt er að veita í heimabyggð. Það kallar á að skilgreina þarf ásættanlegan viðbragðstíma og þjónustustig utanspítalaþjónustu. Tilgangurinn er að auka öryggi íbúa á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs, m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu. Viðbragðstíminn skiptir öllu máli og það ætti að vera öllum ljóst að fyrirkomulagið eins og það er í dag er ekki að þjónusta allt landið sem skyldi. Sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi er verkefni sem er tilbúið og myndi stórbæta ástandið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi öllu hvað varðar sjúkraflutninga og neyðarþjónustu, en það er ófjármagnað. Það þarf að gera breytingar til að tryggja að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með sambærilegum hætti. Ráðherra hefur nú skipað samráðshóp til að fara yfir sjúkraflutningaþættina en til viðbótar er mikil vinna eftir varðandi jöfnun á aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. Samráðshópurinn, sem ég sit í, hefur haldið einn fund og bind ég vonir við að út úr þessari vinnu komi lausnamiðaðar tillögur sem munu bæta stöðuna. Ég skynja að það er vilji hjá ráðherra til bóta en það þarf aðgerðir. Það þarf kannski „uppskurð“ á heilbrigðiskerfinu okkar og þá er allt undir. Við getum gert betur! Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Það er margt gott í heilbrigðiskerfinu okkar en það eru líka hlutir sem þarf að laga og jafnvel stórbæta. Það þarf að vera í lagi að ræða um alla þætti og það er mikilvægt að hlustað sé á alla aðila, fagfólk og líka notendur þjónustunnar. Og við þurfum væntanlega ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Trúlega eru til kerfi eða fyrirkomulag í nágrannalöndunum sem við getum nýtt okkur að einhverju leyti. Lærum af öðrum, byggjum upp og tryggjum jafnt aðgengi fyrir alla! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun