Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2022 10:00 Mikið mun mæða á Guðmundi Hólmari Helgasyni hjá Selfossi í vetur. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið fari niður um fjögur sæti frá síðasta tímabili og missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan Sunnlendingar komust aftur upp í efstu deild. Sennilegast hefur ekkert lið í Olís-deildinni orðið fyrir meiri blóðtöku frá því síðasta tímabili lauk og Selfoss. Þrír byrjunarliðsmenn, Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan, eru allir horfnir á braut og það sem verra er; engir leikmenn eru komnir í staðinn. Hergeir skilur eftir sig risastórt skarð enda óskoraður leiðtogi Selfoss undanfarin ár og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Tryggvi var akkerið í varnarleiknum og Alexander allajafna fyrsti kostur í hægra horninu. Þá hætti Halldór Sigfússon sem þjálfari Selfoss í sumar eftir tveggja ára starf og við tók Þórir Ólafsson. Hann er einn allra dáðasti sonur Selfoss en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Það reynir heldur betur á hann í vetur. Selfoss hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins og varð sem frægt er Íslandsmeistari 2019. Nú virðist blómaskeiðið vera á enda og Selfyssingar neyðast væntanlega til að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Leikmannahópurinn er þunnur og lykilmenn liðsins verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár. Selfyssingar framleiða þó alltaf leikmenn og nýjasta stjarnan í Mjólkurbænum gæti verið Ísak Gústafsson sem spilaði vel á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í burðarhlutverki í vetur. Selfoss verður að öllum líkindum í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en stuðningsmenn liðsins ættu að halda væntingunum í hófi. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) Lykilmaðurinn Auk þess að spila með Selfossi ver Vilius Rasimas mark litháíska landsliðsins.vísir/hulda margrét Selfoss datt í lukkupottinn þegar félagið samdi við Vilius Rasimas sumarið 2020. Selfyssingar fengu þá svolítið sem þeir þekktu nánast bara af afspurn; markvörslu. Rasimas var frábær tímabilið 2020-21 en náði ekki alveg sömu hæðum á síðasta tímabili. Markvarsla Selfyssinga var samt vel viðunandi. Í vetur reynir sem aldrei fyrr á Rasimas sem þarf að eiga sitt allra besta tímabil til að þeir vínrauðu komist í úrslitakeppnina. Félagskiptamarkaðurinn Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Selfoss komst fyrst á handboltakortið í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Selfyssingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1992 og í bikarúrslit árið eftir. Einn af lykilmönnunum í þessu fræga Selfoss-liði var Einar Gunnar Sigurðsson. Þessi öfluga skytta var sterk á báðum endum vallarins og spilaði með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem Ísland endaði í 4. sæti. Einar Gunnar gæti hjálpað Selfyssingum heilmikið í vetur enda er breiddin í vinstri skyttustöðunni ekki mikil og nafni hans, Sverrisson, oft og iðulega á meiðslalistanum. Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið fari niður um fjögur sæti frá síðasta tímabili og missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan Sunnlendingar komust aftur upp í efstu deild. Sennilegast hefur ekkert lið í Olís-deildinni orðið fyrir meiri blóðtöku frá því síðasta tímabili lauk og Selfoss. Þrír byrjunarliðsmenn, Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan, eru allir horfnir á braut og það sem verra er; engir leikmenn eru komnir í staðinn. Hergeir skilur eftir sig risastórt skarð enda óskoraður leiðtogi Selfoss undanfarin ár og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Tryggvi var akkerið í varnarleiknum og Alexander allajafna fyrsti kostur í hægra horninu. Þá hætti Halldór Sigfússon sem þjálfari Selfoss í sumar eftir tveggja ára starf og við tók Þórir Ólafsson. Hann er einn allra dáðasti sonur Selfoss en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Það reynir heldur betur á hann í vetur. Selfoss hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins og varð sem frægt er Íslandsmeistari 2019. Nú virðist blómaskeiðið vera á enda og Selfyssingar neyðast væntanlega til að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Leikmannahópurinn er þunnur og lykilmenn liðsins verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár. Selfyssingar framleiða þó alltaf leikmenn og nýjasta stjarnan í Mjólkurbænum gæti verið Ísak Gústafsson sem spilaði vel á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í burðarhlutverki í vetur. Selfoss verður að öllum líkindum í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en stuðningsmenn liðsins ættu að halda væntingunum í hófi. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) Lykilmaðurinn Auk þess að spila með Selfossi ver Vilius Rasimas mark litháíska landsliðsins.vísir/hulda margrét Selfoss datt í lukkupottinn þegar félagið samdi við Vilius Rasimas sumarið 2020. Selfyssingar fengu þá svolítið sem þeir þekktu nánast bara af afspurn; markvörslu. Rasimas var frábær tímabilið 2020-21 en náði ekki alveg sömu hæðum á síðasta tímabili. Markvarsla Selfyssinga var samt vel viðunandi. Í vetur reynir sem aldrei fyrr á Rasimas sem þarf að eiga sitt allra besta tímabil til að þeir vínrauðu komist í úrslitakeppnina. Félagskiptamarkaðurinn Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Selfoss komst fyrst á handboltakortið í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Selfyssingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1992 og í bikarúrslit árið eftir. Einn af lykilmönnunum í þessu fræga Selfoss-liði var Einar Gunnar Sigurðsson. Þessi öfluga skytta var sterk á báðum endum vallarins og spilaði með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem Ísland endaði í 4. sæti. Einar Gunnar gæti hjálpað Selfyssingum heilmikið í vetur enda er breiddin í vinstri skyttustöðunni ekki mikil og nafni hans, Sverrisson, oft og iðulega á meiðslalistanum.
2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti)
Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00