Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2022 10:00 Mikið mun mæða á Guðmundi Hólmari Helgasyni hjá Selfossi í vetur. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið fari niður um fjögur sæti frá síðasta tímabili og missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan Sunnlendingar komust aftur upp í efstu deild. Sennilegast hefur ekkert lið í Olís-deildinni orðið fyrir meiri blóðtöku frá því síðasta tímabili lauk og Selfoss. Þrír byrjunarliðsmenn, Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan, eru allir horfnir á braut og það sem verra er; engir leikmenn eru komnir í staðinn. Hergeir skilur eftir sig risastórt skarð enda óskoraður leiðtogi Selfoss undanfarin ár og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Tryggvi var akkerið í varnarleiknum og Alexander allajafna fyrsti kostur í hægra horninu. Þá hætti Halldór Sigfússon sem þjálfari Selfoss í sumar eftir tveggja ára starf og við tók Þórir Ólafsson. Hann er einn allra dáðasti sonur Selfoss en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Það reynir heldur betur á hann í vetur. Selfoss hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins og varð sem frægt er Íslandsmeistari 2019. Nú virðist blómaskeiðið vera á enda og Selfyssingar neyðast væntanlega til að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Leikmannahópurinn er þunnur og lykilmenn liðsins verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár. Selfyssingar framleiða þó alltaf leikmenn og nýjasta stjarnan í Mjólkurbænum gæti verið Ísak Gústafsson sem spilaði vel á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í burðarhlutverki í vetur. Selfoss verður að öllum líkindum í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en stuðningsmenn liðsins ættu að halda væntingunum í hófi. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) Lykilmaðurinn Auk þess að spila með Selfossi ver Vilius Rasimas mark litháíska landsliðsins.vísir/hulda margrét Selfoss datt í lukkupottinn þegar félagið samdi við Vilius Rasimas sumarið 2020. Selfyssingar fengu þá svolítið sem þeir þekktu nánast bara af afspurn; markvörslu. Rasimas var frábær tímabilið 2020-21 en náði ekki alveg sömu hæðum á síðasta tímabili. Markvarsla Selfyssinga var samt vel viðunandi. Í vetur reynir sem aldrei fyrr á Rasimas sem þarf að eiga sitt allra besta tímabil til að þeir vínrauðu komist í úrslitakeppnina. Félagskiptamarkaðurinn Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Selfoss komst fyrst á handboltakortið í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Selfyssingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1992 og í bikarúrslit árið eftir. Einn af lykilmönnunum í þessu fræga Selfoss-liði var Einar Gunnar Sigurðsson. Þessi öfluga skytta var sterk á báðum endum vallarins og spilaði með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem Ísland endaði í 4. sæti. Einar Gunnar gæti hjálpað Selfyssingum heilmikið í vetur enda er breiddin í vinstri skyttustöðunni ekki mikil og nafni hans, Sverrisson, oft og iðulega á meiðslalistanum. Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið fari niður um fjögur sæti frá síðasta tímabili og missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan Sunnlendingar komust aftur upp í efstu deild. Sennilegast hefur ekkert lið í Olís-deildinni orðið fyrir meiri blóðtöku frá því síðasta tímabili lauk og Selfoss. Þrír byrjunarliðsmenn, Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan, eru allir horfnir á braut og það sem verra er; engir leikmenn eru komnir í staðinn. Hergeir skilur eftir sig risastórt skarð enda óskoraður leiðtogi Selfoss undanfarin ár og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Tryggvi var akkerið í varnarleiknum og Alexander allajafna fyrsti kostur í hægra horninu. Þá hætti Halldór Sigfússon sem þjálfari Selfoss í sumar eftir tveggja ára starf og við tók Þórir Ólafsson. Hann er einn allra dáðasti sonur Selfoss en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Það reynir heldur betur á hann í vetur. Selfoss hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins og varð sem frægt er Íslandsmeistari 2019. Nú virðist blómaskeiðið vera á enda og Selfyssingar neyðast væntanlega til að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Leikmannahópurinn er þunnur og lykilmenn liðsins verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár. Selfyssingar framleiða þó alltaf leikmenn og nýjasta stjarnan í Mjólkurbænum gæti verið Ísak Gústafsson sem spilaði vel á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í burðarhlutverki í vetur. Selfoss verður að öllum líkindum í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en stuðningsmenn liðsins ættu að halda væntingunum í hófi. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) Lykilmaðurinn Auk þess að spila með Selfossi ver Vilius Rasimas mark litháíska landsliðsins.vísir/hulda margrét Selfoss datt í lukkupottinn þegar félagið samdi við Vilius Rasimas sumarið 2020. Selfyssingar fengu þá svolítið sem þeir þekktu nánast bara af afspurn; markvörslu. Rasimas var frábær tímabilið 2020-21 en náði ekki alveg sömu hæðum á síðasta tímabili. Markvarsla Selfyssinga var samt vel viðunandi. Í vetur reynir sem aldrei fyrr á Rasimas sem þarf að eiga sitt allra besta tímabil til að þeir vínrauðu komist í úrslitakeppnina. Félagskiptamarkaðurinn Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Selfoss komst fyrst á handboltakortið í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Selfyssingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1992 og í bikarúrslit árið eftir. Einn af lykilmönnunum í þessu fræga Selfoss-liði var Einar Gunnar Sigurðsson. Þessi öfluga skytta var sterk á báðum endum vallarins og spilaði með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem Ísland endaði í 4. sæti. Einar Gunnar gæti hjálpað Selfyssingum heilmikið í vetur enda er breiddin í vinstri skyttustöðunni ekki mikil og nafni hans, Sverrisson, oft og iðulega á meiðslalistanum.
2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti)
Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00