Jólin verða dýrari en í fyrra Björn Berg Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2022 08:00 Það er svo lágskýjað að það tekur hreinlega á að vera beinn í baki. En það eru þó góðar 9 gráður úti, rennandi blautt og sumarfríið búið og óþarfi að láta sér leiðast þegar við höfum yfir nógu að kvarta. Ef sumarið ætlar að fjara út með þessum hætti má það eiga sig mín vegna og undirbúningur næsta hápunkts ársins, jólanna, hefjast. „Andlega er ég tilbúinn í jólin, en fjárhagslega er ég ekki tilbúinn í jólin“ sagði einhver við gott tilefni, sennilega þegar þau voru handan við hornið, en vakti í leiðinni athygli á nokkru mikilvægu. Á jólunum eigum við nefnilega að slappa af, lesa og drekka kakó þar til við þurfum að opna glugga. Það er þó erfitt að njóta þeirra almennilega ef peningarnir eru stanslaust potandi í okkur, spyrjandi hvernig og hvenær við ætlum að borga fyrir þetta allt saman. Dýr desember Það ætti ekki að koma á óvart að við Íslendingar verjum að jafnaði talsvert hærri fjárhæðum í mat, drykki og gjafainnkaup í desember en aðra mánuði ársins. Hin hefðbundnu heimilisfjármál, sem hjá mörgum dansa rétt á núllinu við hver mánaðamót, ganga þá oft ekki upp og jólin eru tekin að láni með tilheyrandi óþægindum og áhættu næstu mánuðina. Þetta er ekkert nýtt. Þó svo jólunum hafi verið fagnað hér á landi í ríflega þúsund ár og líklega enn lengur að heiðnum sið koma þau alltaf jafn mikið á óvart. Jólaskraut í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Auðvitað er á mörgum heimilum nægt svigrúm fyrir óvænt útgjöld. En hjá flestum hefur mánuður sem þessi áhrif, jafnvel mikil áhrif, á fjárhaginn. Rétt eins og óvæntur gestur sem býður sjálfum sér í heimsókn yfir jólin. Rétt eins og Eddie frændi í Christmas Vacation. En þessi jólin ætlar Eddie að taka með sér alla fjölskylduna, sem við skulum kalla verðbólgu. Verðhækkanir milli ára Ofan á reikninginn í desember mun bætast verðbólga, sú verðhækkun sem orðið hefur á hinum ýmsu vörum frá síðustu jólum. Ársverðbólga mælist nú rétt undir 10% hér á landi og hún mun án vafa auka kostnaðinn sem fylgja mun óbreyttum jólum. Við því eru bara tvö svör; að reyna að draga úr kostnaði við jólin í ár eða vera duglegri að spara það sem eftir lifir árs. Frá jólunum 2021 hefur svínakjöt hækkað um 10% í verði og brúnaðar kartöflur um tæp 4%. Malt og appelsín er 5% dýrara. Ætlar þú að baka? Hveiti er 12% dýrara en þegar þú hnoðaðir síðast í lagtertu, smjörið 7%, egg 6% og mjólk 5% dýrari. Það sem meira er, það eru enn nokkrir mánuðir í jólin og líkur á enn frekari verðhækkunum, nema kannski á hveitinu sem hefur til allrar hamingju lækkað talsvert í verði erlendis að undanförnu. Svona er staðan því miður. Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Neytendur Verðlag Verslun Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Það er svo lágskýjað að það tekur hreinlega á að vera beinn í baki. En það eru þó góðar 9 gráður úti, rennandi blautt og sumarfríið búið og óþarfi að láta sér leiðast þegar við höfum yfir nógu að kvarta. Ef sumarið ætlar að fjara út með þessum hætti má það eiga sig mín vegna og undirbúningur næsta hápunkts ársins, jólanna, hefjast. „Andlega er ég tilbúinn í jólin, en fjárhagslega er ég ekki tilbúinn í jólin“ sagði einhver við gott tilefni, sennilega þegar þau voru handan við hornið, en vakti í leiðinni athygli á nokkru mikilvægu. Á jólunum eigum við nefnilega að slappa af, lesa og drekka kakó þar til við þurfum að opna glugga. Það er þó erfitt að njóta þeirra almennilega ef peningarnir eru stanslaust potandi í okkur, spyrjandi hvernig og hvenær við ætlum að borga fyrir þetta allt saman. Dýr desember Það ætti ekki að koma á óvart að við Íslendingar verjum að jafnaði talsvert hærri fjárhæðum í mat, drykki og gjafainnkaup í desember en aðra mánuði ársins. Hin hefðbundnu heimilisfjármál, sem hjá mörgum dansa rétt á núllinu við hver mánaðamót, ganga þá oft ekki upp og jólin eru tekin að láni með tilheyrandi óþægindum og áhættu næstu mánuðina. Þetta er ekkert nýtt. Þó svo jólunum hafi verið fagnað hér á landi í ríflega þúsund ár og líklega enn lengur að heiðnum sið koma þau alltaf jafn mikið á óvart. Jólaskraut í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Auðvitað er á mörgum heimilum nægt svigrúm fyrir óvænt útgjöld. En hjá flestum hefur mánuður sem þessi áhrif, jafnvel mikil áhrif, á fjárhaginn. Rétt eins og óvæntur gestur sem býður sjálfum sér í heimsókn yfir jólin. Rétt eins og Eddie frændi í Christmas Vacation. En þessi jólin ætlar Eddie að taka með sér alla fjölskylduna, sem við skulum kalla verðbólgu. Verðhækkanir milli ára Ofan á reikninginn í desember mun bætast verðbólga, sú verðhækkun sem orðið hefur á hinum ýmsu vörum frá síðustu jólum. Ársverðbólga mælist nú rétt undir 10% hér á landi og hún mun án vafa auka kostnaðinn sem fylgja mun óbreyttum jólum. Við því eru bara tvö svör; að reyna að draga úr kostnaði við jólin í ár eða vera duglegri að spara það sem eftir lifir árs. Frá jólunum 2021 hefur svínakjöt hækkað um 10% í verði og brúnaðar kartöflur um tæp 4%. Malt og appelsín er 5% dýrara. Ætlar þú að baka? Hveiti er 12% dýrara en þegar þú hnoðaðir síðast í lagtertu, smjörið 7%, egg 6% og mjólk 5% dýrari. Það sem meira er, það eru enn nokkrir mánuðir í jólin og líkur á enn frekari verðhækkunum, nema kannski á hveitinu sem hefur til allrar hamingju lækkað talsvert í verði erlendis að undanförnu. Svona er staðan því miður. Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar