Handbolti

Íslenska liðið spilar um sjöunda sætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska liðið hefur staðið sig frábærlega á mótinu. 
Íslenska liðið hefur staðið sig frábærlega á mótinu.  Mynd/HSÍ

Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri laut í lægra haldi fyrir Frakklandi í dag í fyrri leiknum í keppni um fimmta til áttunda sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu.

Lokatölur í leiknum urðu 32:29 Frökkum í vil eftir hörkuleik.

Mörk Íslands: Katrín Anna Ásmundsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.

Varin skot: Ethel Gyða Bjarnesen 6/1, Ingunn María Brynjarsdóttir 4.

Upplýsingar um tölfræði leiksins eru fengnar frá handbolta.is.

Íslenska liðið mun þar af leiðandi leika um sjöunda sætið á mótinu sem er besti árangur íslensks kvennaliðs á stórmóti.

Þar verður andstæðingurinn annað hvort Svíþjóð eða Egyptaland en þau lið mætast í hinum leiknum í fyrri umferð krossspilsins í kvöld.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.