Hvað þýðir verðbólgan sem nú geisar innanlands fyrir þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. ágúst 2022 11:31 Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Efnahagsmál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun