Formúla 1

George Russell á ráspól í Ungverjalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þrír fyrstu.
Þrír fyrstu. vísir/Getty

Breski ökuþórinn George Russell ræsir fyrstur í ungverska Formúla 1 kappakstrinum. 

Russell náði, öllum að óvörum, besta tímanum á þriðja hring tímatökunnar sem lauk nú rétt í þessu og varð rétt á undan Ferrari ökuþórunum Carlos Sainz og Charles Leclerc. 

Russell keyrir á Mercedes og er þetta í fyrsta sinn á ferli hans sem hann er á ráspól.

Liðsfélagi Russell, hinn sigursæli Lewis Hamilton náði sjöunda besta tímanum en Max Verstappen verður tíundi í röðinni í kappakstrinum sem fram fer á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.