Viðskipti innlent

Domus Medica-húsið selt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Domus Medica var lokað um síðustu áramót. 
Domus Medica var lokað um síðustu áramót.  Vísir/Vilhelm

Domus Medica-húsið hefur verið selt til fyrirtækisins Medicus ehf.. Fyrirtækið á Heilsugæsluna á Höfða og vonast stjórnarmaður eftir því að hægt verði að byggja upp heilbrigðisþjónustu í húsinu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en læknastöðin Domus Medica var lokað um síðustu áramót.

Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar Örn Jóhannsson, stjórnarmaður Medicus ehf. og framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Höfða að ekki standi til að færa starfsemi af Höfða og í Domus Medica-húsið.

Hann vonast eftir því að geta byggt upp heilbrigðisþjónustu í húsinu en hann telur að það hafi verið aðalástæðan fyrir því að fyrrverandi eigendur hússins hafi viljað selja sér frekar en öðrum.

Í húsinu er nú móttaka fyrir flóttamenn og verður hún þar eitthvað áfram. Gunnar segist ekki vita hvernig heilbrigðisþjónustu í húsinu verði háttað, það sé of snemmt að segja til um það.


Tengdar fréttir

Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík

Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.