Handbolti

Ís­land tapaði gegn Slóveníu í víta­keppni

Atli Arason skrifar
Andri Már Rúnarsson var markahæsti leikmaður Íslands með sjö mörk og Andri Finnsson skoraði sex.
Andri Már Rúnarsson var markahæsti leikmaður Íslands með sjö mörk og Andri Finnsson skoraði sex. mynd/hsí

Íslenska U-20 ára landslið karla í handbolta tapaði fyrir Slóvenum á Evrópumóti 20 ára landsliða í handbolta rétt í þessu, 37-35. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni.

Það var allt jafnt eftir venjulegan leiktíma, 32-32, og því þurfti að grípa til vítakeppni sem Slóvenar unnu með tveimur mörkum eftir að hafa skorað úr öllum vítum sínum og lokatölur því 37-35. Ísland var einu marki yfir í hálfleik, 19-18, en leikið var í Grandomar í Portúgal.

Andri Már Rúnarsson var markahæsti leikmaður Íslands með sjö mörk úr tíu tilraunum. Andri Finnsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson voru næst markahæstir með sex mörk hvor en Guðmundur var sá eini sem klikkaði á sinni tilraun í vítakeppninni. 

Næsti leikur Íslands verður á morgun gegn annaðhvort Ítölum eða Færeyjum sem mætast seinna í kvöld. Ísland mun þar leika upp á 11. sæti mótsins en það er þó enn þá til mikils að vinna þar sem efstu 11 sætin á EM gefa þátttökurétt á HM 2023 í Þýskalandi og Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×