Leclerc tók þrisvar framúr Verstappen Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2022 15:25 Charles Leclerc var himinlifandi með langþráðan sigur. Vísir/Getty Charles Leclerc fór með sigur af hólmi í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Austurríki í dag. Leclerc tók þrisvar sinnum framúr Max Verstappen í kappakstrinum og kom að lokum fyrstur í mark. Það var svo Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes Benz, sem varð þriðji en liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, náði ekki að klára keppnina vegna vélarbilunar. Þetta var langþráður sigur hjá Leclerc en hann hafði fyrir daginn í dag farið í sjö kappakstra án þess að bera sigur úr býtum. Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, var á ráspól en hann og Leclerc skiptust á að hafa forystuna í þessum kaflaskipta kappakstri. Leclerc saxaði á forskot Verstappen en nú munar 38 stigum á þeim. Red Bull-maðurinn Sergio Perez missti annað sætið í stigakeppni ökuþóra í dag en hann varð að hætta í kappakstrinum eftir að hafa lent í árekstri við George Russell í fyrsta hring. Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Það var svo Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes Benz, sem varð þriðji en liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, náði ekki að klára keppnina vegna vélarbilunar. Þetta var langþráður sigur hjá Leclerc en hann hafði fyrir daginn í dag farið í sjö kappakstra án þess að bera sigur úr býtum. Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, var á ráspól en hann og Leclerc skiptust á að hafa forystuna í þessum kaflaskipta kappakstri. Leclerc saxaði á forskot Verstappen en nú munar 38 stigum á þeim. Red Bull-maðurinn Sergio Perez missti annað sætið í stigakeppni ökuþóra í dag en hann varð að hætta í kappakstrinum eftir að hafa lent í árekstri við George Russell í fyrsta hring.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira