Steinkast stútar sumrinu Hendrik Berndsen skrifar 30. júní 2022 07:01 Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Vegagerð Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar