Eining um stjórn Landspítala Willum Þór Þórsson skrifar 28. júní 2022 11:31 Við stöndum frammi fyrir því að á næstu 20 árum mun Íslendingum yfir 65 ára aldri fjölga um 40 þúsund. Það er ekki valkostur að gera alltaf meira af því sama. Margt sem gekk í fortíð gengur ekki endilega upp í nútíð. Tækni- og vísindaframfarir ásamt vinnuumhverfi sem einkennist af samvinnu og liðsheild eru lykillinn að því að tryggja að þjóðarsjúkrahúsið geti sinnt hlutverki sínu. Landspítalinn verður að aðlagast í samræmi við breyttar þarfir þjóðarinnar. Það var því ánægjulegt að Alþingi samþykkti frumvarp til laga um skipan stjórnar Landspítala. Rekstur heilbrigðisstofnanna er ekki hefðbundinn fyrirtækjarekstur. Til marks um það hefur nú í lögum verið tryggð aðkoma fagráðs og starfsfólks að stjórninni. Einnig hefur 7 manna notendaráð verið skilgreint til að tryggja rödd notenda þjónustunnar og er það nýmæli og framfaraskref. Gagnvart sjúklingum og starfsfólki Landspítalans mun skipan stjórnar styrkja stefnumótun, rekstur og ákvarðanatöku innan spítalans sem skilar sér í bættu starfsumhverfi, þjónustu og getu kerfisins til að takast á við framtíðaráskoranir. Sjaldan er einföld lausn á flóknum málum Meginmarkmið lagasetningarinnar er að styrkja stöðu og hlutverk spítalans í samræmi við stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Landspítalinn er lang stærsti vinnustaður Íslands. Það eru skilgreind um 240 mismunandi störf innan veggja hans, starfsmenn eru um 6000 og heildarvelta hans er um 97 milljarðar á ári. Það er áþekk fjárhæð og mörg stærri félög í Kauphöll Íslands velta. Helstu spítalar Norðurlandanna eru reknir eftir rekstararmódeli þar sem stjórn veitir forstjóra og stjórnendum stuðning og rýni í ákvarðanatöku sinni í samræmi við vilja ráðherra. Slíkt fyrirkomulag tryggir ábyrga og vel ígrundaða ákvarðanatöku. Ekki aðeins út frá rekstri heldur út frá heildarhagsmunum sjúklinga, starfsmanna og þjóðarinnar allrar. Það er mikilvægt við uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis að horft sé til erlendra fyrirmynda til þess að læra og tileinka okkur það sem best er gert hjá nágrannaþjóðum okkar. Að stýra heilbrigðisstofnun er flókið og sá sem stendur í stafni hverju sinni þarf að hafa stuðning. Stuðningur þarf að berast úr fleiri en einni átt og því þarf stjórn sem hefur víðtæka reynslu og þekkingu. Allt að vinna en engu að tapa Aðlögunarhæfni og þrautseigja heilbrigðiskerfisins hefur margsannað sig og nú síðast í Covid-19 faraldrinum. Stundum þarf að stíga eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Við höfum sjaldan verið í betri stöðu til að læra af fortíðinni og taka áræðin skref fram á við. Skref sem byggja á traustum og framsýnum rekstri sjúkrahúsa til að undirbúa íslensku þjóðina til framtíðar. Það hafa allir skilning á því að heilsa þjóðarinnar verður vart metin til fjár. Heilbrigðiskerfið er sameign Íslendinga sem endurspeglaðist í því að í atkvæðagreiðslu þingsins var enginn mótfallinn frumvarpinu. Það er því gleðilegt að jafn breið samstaða hafi náðst um þetta framfararmál til að treysta frekar rekstrargrundvöll Landspítala. Rekstur sem þarf stöðugt að endurmeta til að færa þjóðinni bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á á hverjum tíma. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Alþingi Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir því að á næstu 20 árum mun Íslendingum yfir 65 ára aldri fjölga um 40 þúsund. Það er ekki valkostur að gera alltaf meira af því sama. Margt sem gekk í fortíð gengur ekki endilega upp í nútíð. Tækni- og vísindaframfarir ásamt vinnuumhverfi sem einkennist af samvinnu og liðsheild eru lykillinn að því að tryggja að þjóðarsjúkrahúsið geti sinnt hlutverki sínu. Landspítalinn verður að aðlagast í samræmi við breyttar þarfir þjóðarinnar. Það var því ánægjulegt að Alþingi samþykkti frumvarp til laga um skipan stjórnar Landspítala. Rekstur heilbrigðisstofnanna er ekki hefðbundinn fyrirtækjarekstur. Til marks um það hefur nú í lögum verið tryggð aðkoma fagráðs og starfsfólks að stjórninni. Einnig hefur 7 manna notendaráð verið skilgreint til að tryggja rödd notenda þjónustunnar og er það nýmæli og framfaraskref. Gagnvart sjúklingum og starfsfólki Landspítalans mun skipan stjórnar styrkja stefnumótun, rekstur og ákvarðanatöku innan spítalans sem skilar sér í bættu starfsumhverfi, þjónustu og getu kerfisins til að takast á við framtíðaráskoranir. Sjaldan er einföld lausn á flóknum málum Meginmarkmið lagasetningarinnar er að styrkja stöðu og hlutverk spítalans í samræmi við stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Landspítalinn er lang stærsti vinnustaður Íslands. Það eru skilgreind um 240 mismunandi störf innan veggja hans, starfsmenn eru um 6000 og heildarvelta hans er um 97 milljarðar á ári. Það er áþekk fjárhæð og mörg stærri félög í Kauphöll Íslands velta. Helstu spítalar Norðurlandanna eru reknir eftir rekstararmódeli þar sem stjórn veitir forstjóra og stjórnendum stuðning og rýni í ákvarðanatöku sinni í samræmi við vilja ráðherra. Slíkt fyrirkomulag tryggir ábyrga og vel ígrundaða ákvarðanatöku. Ekki aðeins út frá rekstri heldur út frá heildarhagsmunum sjúklinga, starfsmanna og þjóðarinnar allrar. Það er mikilvægt við uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis að horft sé til erlendra fyrirmynda til þess að læra og tileinka okkur það sem best er gert hjá nágrannaþjóðum okkar. Að stýra heilbrigðisstofnun er flókið og sá sem stendur í stafni hverju sinni þarf að hafa stuðning. Stuðningur þarf að berast úr fleiri en einni átt og því þarf stjórn sem hefur víðtæka reynslu og þekkingu. Allt að vinna en engu að tapa Aðlögunarhæfni og þrautseigja heilbrigðiskerfisins hefur margsannað sig og nú síðast í Covid-19 faraldrinum. Stundum þarf að stíga eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Við höfum sjaldan verið í betri stöðu til að læra af fortíðinni og taka áræðin skref fram á við. Skref sem byggja á traustum og framsýnum rekstri sjúkrahúsa til að undirbúa íslensku þjóðina til framtíðar. Það hafa allir skilning á því að heilsa þjóðarinnar verður vart metin til fjár. Heilbrigðiskerfið er sameign Íslendinga sem endurspeglaðist í því að í atkvæðagreiðslu þingsins var enginn mótfallinn frumvarpinu. Það er því gleðilegt að jafn breið samstaða hafi náðst um þetta framfararmál til að treysta frekar rekstrargrundvöll Landspítala. Rekstur sem þarf stöðugt að endurmeta til að færa þjóðinni bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á á hverjum tíma. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun