Sport

Hlynur kom fyrstur í mark á nýju mótsmeti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hlynur Andrésson setti mótsmet í 5000 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum.
Hlynur Andrésson setti mótsmet í 5000 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Mynd/ÍSÍ

Hlauparinn Hlynur Andrésson úr ÍR kom fyrstur í mark í 5000 metra hlaupi á nýju mótsmeti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór um helgina. Í kvennaflokki var það Íris Anna Skúla­dótt­ir sem kom fyrst í mark.

Hlynur hljóp kílómetrana fimm á tímanum 14:13,92, rúmum tveimur mínútum hraðar en Jökull Bjarkason sem varð annar á tímanum 16:24,86.

Mun meiri spenna var í kvennaflokki þar sem Íris Anna Skúladóttir kom fyrst í mark á tímanum 17:43,33, en önnur í mark var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir á tímanum 17:43,66. Það munaði því aðeins 33 sekúndubrotum á þeim tveim.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.