Lokaorð um Guðríði og eldflaugina Helgi Sæmundur Helgason skrifar 25. júní 2022 10:56 Á þjóðhátíðardaginn var þáttur á Rás 1 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar með því huggulega heiti Guðríður og geimfarið. Í þættinum fær Jón Ársæll valinkunna fræðimenn á ýmsum sviðum til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fjalla um hið sögulega og hugmyndalega samhengi margumtalaðrar styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði (Fyrsta hvíta móðirin) og einnig um verk listakvennanna Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Bryndísar Björnsdóttur sem þær settu upp í vor og nefndu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Eins og alþjóð veit stálu þær Steinunn og Bryndís styttu Ásmundar af stalli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi og komu henni fyrir í eldflaug (ekki geimfari) á bílastæðinu fyrir utan Nýlistasafnið. Skilaboðin með gjörningi listakvennanna voru þau að stytta Ásmundar sé rasískt rusl sem best færi á að eyðileggja (breyta í geimrusl). Því miður vantaði gagnrýnni umræðu um þessa ályktun listakvennanna í þætti Jóns Ársæls. Eins og ég hef áður fjallað um í greinum mínum hér á Vísi og í Fréttablaðinu þá fer því víðs fjarri að Ásmundur hafi lagt rasíska merkingu í þessa styttu (þrátt fyrir heitið). Um þetta sýnist mér allir vera sammála, meira að segja líka Steinunn og Bryndís sem héldu því fram í furðulegri yfirlýsingu nú á dögunum að verk þeirra hefði ekkert með persónur að gera! Að verk þeirra beindist aðeins að hugmyndafræðinni að baki styttu Ásmundar en hefði ekkert með persónulegan tilgang listamannsins að gera. Þessi yfirlýsing listakvennanna afhjúpar þversögnina í verki þeirra því hún sýnir að í reynd virða þær að einhverju leyti þá merkingu sem Ásmundur lagði í sitt eigið verk og því hlýtur styttan að eiga sér tilverurétt – hún er m.ö.o. ekkert rusl. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að heiti styttunnar kunni ekki að vera afsprengi rasískrar hugmyndafræði eins og þær Steinunn og Bryndís eru sannfærðar um og margir fræðimenn hafa tekið undir, þ.á m. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur í þætti Jóns Ársæls. Með gleggri greiningu og minni yfirgangi hefðu listakonurnar áreiðanlega náð að koma þessari skoðun til skila án þess að vega að æru Ásmundar. Það er líka mikilvægt að halda því til haga hér að mörgum þykir afar vænt um styttuna af Guðríði en það er vegna þess að hvað sem fræðilegri umfjöllun líður þá er styttan falleg og fólk tengir við þá merkingu sem Ásmundur ætlaði henni – að vekja athygli á sögu Guðríðar og minnast afreka hennar. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Menning Tengdar fréttir Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardaginn var þáttur á Rás 1 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar með því huggulega heiti Guðríður og geimfarið. Í þættinum fær Jón Ársæll valinkunna fræðimenn á ýmsum sviðum til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fjalla um hið sögulega og hugmyndalega samhengi margumtalaðrar styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði (Fyrsta hvíta móðirin) og einnig um verk listakvennanna Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Bryndísar Björnsdóttur sem þær settu upp í vor og nefndu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Eins og alþjóð veit stálu þær Steinunn og Bryndís styttu Ásmundar af stalli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi og komu henni fyrir í eldflaug (ekki geimfari) á bílastæðinu fyrir utan Nýlistasafnið. Skilaboðin með gjörningi listakvennanna voru þau að stytta Ásmundar sé rasískt rusl sem best færi á að eyðileggja (breyta í geimrusl). Því miður vantaði gagnrýnni umræðu um þessa ályktun listakvennanna í þætti Jóns Ársæls. Eins og ég hef áður fjallað um í greinum mínum hér á Vísi og í Fréttablaðinu þá fer því víðs fjarri að Ásmundur hafi lagt rasíska merkingu í þessa styttu (þrátt fyrir heitið). Um þetta sýnist mér allir vera sammála, meira að segja líka Steinunn og Bryndís sem héldu því fram í furðulegri yfirlýsingu nú á dögunum að verk þeirra hefði ekkert með persónur að gera! Að verk þeirra beindist aðeins að hugmyndafræðinni að baki styttu Ásmundar en hefði ekkert með persónulegan tilgang listamannsins að gera. Þessi yfirlýsing listakvennanna afhjúpar þversögnina í verki þeirra því hún sýnir að í reynd virða þær að einhverju leyti þá merkingu sem Ásmundur lagði í sitt eigið verk og því hlýtur styttan að eiga sér tilverurétt – hún er m.ö.o. ekkert rusl. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að heiti styttunnar kunni ekki að vera afsprengi rasískrar hugmyndafræði eins og þær Steinunn og Bryndís eru sannfærðar um og margir fræðimenn hafa tekið undir, þ.á m. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur í þætti Jóns Ársæls. Með gleggri greiningu og minni yfirgangi hefðu listakonurnar áreiðanlega náð að koma þessari skoðun til skila án þess að vega að æru Ásmundar. Það er líka mikilvægt að halda því til haga hér að mörgum þykir afar vænt um styttuna af Guðríði en það er vegna þess að hvað sem fræðilegri umfjöllun líður þá er styttan falleg og fólk tengir við þá merkingu sem Ásmundur ætlaði henni – að vekja athygli á sögu Guðríðar og minnast afreka hennar. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar