Saga tveggja þjóða Finnur Th. Eiríksson skrifar 17. júní 2022 11:00 Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur í aldanna rás byggt á einstakri þrautseigju gagnvart öflum sem hafa oft virst okkur ofviða. Menningararfur okkar í tungumálinu, þjóðarháttum og fornsögum hefur hjálpað til við að verja okkur gegn ölduróti umheimsins. Upp til hópa eru Íslendingar stoltir af menningararfi sínum, varðveittum í fornritum og sögufrægum kennileitum. En saga Íslendinga á sér skýrar hliðstæður í sögu annarrar þjóðar. Staðreyndin er sú að allar staðhæfingarnar um Íslendinga í efnisgreininni hér að ofan eiga einnig við Gyðingaþjóðina í Ísrael, þótt mörg atriði í þeirra sögu séu óneitanlega þungbærri og erfiðari en okkar. Þjóðríkin eru bæði ung þótt þjóðirnar séu fornar. Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1944 en Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1948. Flest önnur sjálfstæð ríki í heiminum hafa viðurkennt lögmæti þessara sjálfstæðisyfirlýsinga. Menningarverðmæti í tungumáli og handritum Eitt af höfuðeinkennum flestra þjóða er sérstök þjóðtunga. Langflestir hópar Gyðinga sem fluttu til Ísraels á 19. og 20. öld höfðu notað hebreska tungu daglega við lestur á fornsögum, bænum og lagabálkum. Stofnuð var hebresk málnefnd sem miðaði að því að finna upp hebresk nýyrði, ekki ólíkt iðju Fjölnismanna á 19. öld og starfi íslensku málnefndarinnar. Á árunum 1946 og 1947 fundust þúsundir handrita í Kúmran-hellunum við Dauðahafið, skammt frá Jerúsalem. Fleiri handrit fundust á sömu slóðum árið 1956. Þau eru öll um eða yfir 2000 ára gömul og, viti menn, eru langflest skrifuð á hebresku – þjóðtungu Gyðinga. Fjölmörg hebresk fornhandrit til viðbótar hafa einnig verið varðveitt. Sameiningarafl fornhandrita fyrir Gyðingaþjóðina er ekki ólíkt sameiningarafli íslensku söguhandritanna fyrir Íslendinga. Mörg þessara handrita eru reglulega til sýnis í „Skríni bókarinnar“ (e. Shrine of the Book) í Jerúsalem. Órjúfanleg söguleg tengsl við landið Þann 7. júní síðastliðinn voru 55 ár liðin frá langþráðri sameiningu Jerúsalemborgar. Í Austurhluta Jerúsalem er hvort tveggja að finna Grátmúrinn og Musterishæðina – síðustu leifar musteris Gyðinga sem var eyðilagt af Rómverjum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Á þeim tíma var stærstur hluti borgarinnar jafnaður við jörðu, ný borg með nafninu Aelia Capitolina byggð í hennar stað og Gyðingar gerðir brottrækir þaðan. Allar götur síðan hafa Gyðingarnir sem bjuggu í landinu helga og í dreifðinni (e. diaspora) beðið tækifæris til að endurheimta Jerúsalem. Í aldanna rás færðust hlutir aftur í rétt horf. Borgin hlaut aftur nafnið Jerúsalem og Gyðingum var leyft að snúa þangað aftur. Árið 1874 voru Gyðingar orðnir um helmingur borgarbúa. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er að finna mikinn fjölda grafreita, fornminja og sögufrægra kennileita Gyðingaþjóðarinnar. Að segja Gyðingum að þeir og þjóðríki þeirra eigi ekki rétt á að ráðstafa þessum menningarverðmætum er álíka fráleitt og að segja Íslendingum að þeir eigi ekkert tilkall til Þingvalla. Kjarni málsins er sá að ef Íslendingar eiga rétt á þjóðríki eiga Gyðingar í Ísrael einnig þann rétt. Engu að síður hefur Ísraelsríki ítrekað legið undir ámæli fyrir að byggja á þjóðernislegum grunni. Vinstri-öfgafólk hefur áratugum saman haldið uppi þeirri hugmynd að þjóðernishyggja sé samheiti yfir kynþáttahyggju þrátt fyrir að þetta séu í raun tvær ólíkar stefnur. Hugtakið „þjóð“ vísar hvorki til húðlitar né annarra erfðaþátta heldur vísar það til sameiginlegra menningarlegra þátta, til dæmis tungumáls, tónlistar- og matarmenningar. Það er því vel hægt að vera þjóðernissinnaður og mótfallinn kynþáttahyggju á sama tíma. Hvaða erindi á þjóðernishyggja til okkar? Vitanlega höfum við orðið vitni að neikvæðum birtingarmyndum þjóðernishyggju í nútímasögu Vesturlanda. Það er því nauðsynlegt að reka varnagla sem koma í veg fyrir að þjóðernishyggjan geti farið af sporinu á þann hátt. En það væru alvarleg mistök að hafna henni alfarið vegna þessarar mögulegu áhættu. Það væri nær að beina henni í jákvæðan farveg. Sem betur fer virðast langflestir Íslendingar veita þeirri nálgun hljómgrunn. Þann 10. maí síðastliðinn hélt forseti Íslands ræðu í Háskólanum í Færeyjum. Þar sagði hann meðal annars (þýtt úr ensku): „Við skulum ekki gleyma þeim jákvæðu áhrifum sem þjóðernishyggja getur haft á samfélög okkar, hvernig hún getur nært einingu og sameiginlegan stuðning, hvernig hún getur aukið ást og umhyggju okkar fyrir náttúru okkar og umhverfi, hvernig hún getur tengt fortíð okkar, nútíð og framtíð, hvernig þjóðernishyggja getur viðhaldið og ætti að viðhalda menningu okkar, tungumáli og sögu.“ Spurningin um hvaða erindi þjóðernishyggjan á til okkar verður sífellt áleitnari. Það er staðreynd að við lifum á tímum aukinnar alþjóðasamvinnu. Þrátt fyrir margvíslega kosti þeirrar þróunar getur hún valdið því að smáþjóðir hverfi í skugga stórveldanna. Því þurfa smáþjóðirnar að standa saman í baráttunni fyrir öruggum atkvæða- og tilverurétti. Af þeirri ástæðu er það mín von að Ísland og Ísrael sjái hag sinn í samstöðu á þessum grunni og að ríkin muni veita hvort öðru stuðning til að varðveita sinn verðmæta menningararf. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur í aldanna rás byggt á einstakri þrautseigju gagnvart öflum sem hafa oft virst okkur ofviða. Menningararfur okkar í tungumálinu, þjóðarháttum og fornsögum hefur hjálpað til við að verja okkur gegn ölduróti umheimsins. Upp til hópa eru Íslendingar stoltir af menningararfi sínum, varðveittum í fornritum og sögufrægum kennileitum. En saga Íslendinga á sér skýrar hliðstæður í sögu annarrar þjóðar. Staðreyndin er sú að allar staðhæfingarnar um Íslendinga í efnisgreininni hér að ofan eiga einnig við Gyðingaþjóðina í Ísrael, þótt mörg atriði í þeirra sögu séu óneitanlega þungbærri og erfiðari en okkar. Þjóðríkin eru bæði ung þótt þjóðirnar séu fornar. Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1944 en Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1948. Flest önnur sjálfstæð ríki í heiminum hafa viðurkennt lögmæti þessara sjálfstæðisyfirlýsinga. Menningarverðmæti í tungumáli og handritum Eitt af höfuðeinkennum flestra þjóða er sérstök þjóðtunga. Langflestir hópar Gyðinga sem fluttu til Ísraels á 19. og 20. öld höfðu notað hebreska tungu daglega við lestur á fornsögum, bænum og lagabálkum. Stofnuð var hebresk málnefnd sem miðaði að því að finna upp hebresk nýyrði, ekki ólíkt iðju Fjölnismanna á 19. öld og starfi íslensku málnefndarinnar. Á árunum 1946 og 1947 fundust þúsundir handrita í Kúmran-hellunum við Dauðahafið, skammt frá Jerúsalem. Fleiri handrit fundust á sömu slóðum árið 1956. Þau eru öll um eða yfir 2000 ára gömul og, viti menn, eru langflest skrifuð á hebresku – þjóðtungu Gyðinga. Fjölmörg hebresk fornhandrit til viðbótar hafa einnig verið varðveitt. Sameiningarafl fornhandrita fyrir Gyðingaþjóðina er ekki ólíkt sameiningarafli íslensku söguhandritanna fyrir Íslendinga. Mörg þessara handrita eru reglulega til sýnis í „Skríni bókarinnar“ (e. Shrine of the Book) í Jerúsalem. Órjúfanleg söguleg tengsl við landið Þann 7. júní síðastliðinn voru 55 ár liðin frá langþráðri sameiningu Jerúsalemborgar. Í Austurhluta Jerúsalem er hvort tveggja að finna Grátmúrinn og Musterishæðina – síðustu leifar musteris Gyðinga sem var eyðilagt af Rómverjum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Á þeim tíma var stærstur hluti borgarinnar jafnaður við jörðu, ný borg með nafninu Aelia Capitolina byggð í hennar stað og Gyðingar gerðir brottrækir þaðan. Allar götur síðan hafa Gyðingarnir sem bjuggu í landinu helga og í dreifðinni (e. diaspora) beðið tækifæris til að endurheimta Jerúsalem. Í aldanna rás færðust hlutir aftur í rétt horf. Borgin hlaut aftur nafnið Jerúsalem og Gyðingum var leyft að snúa þangað aftur. Árið 1874 voru Gyðingar orðnir um helmingur borgarbúa. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er að finna mikinn fjölda grafreita, fornminja og sögufrægra kennileita Gyðingaþjóðarinnar. Að segja Gyðingum að þeir og þjóðríki þeirra eigi ekki rétt á að ráðstafa þessum menningarverðmætum er álíka fráleitt og að segja Íslendingum að þeir eigi ekkert tilkall til Þingvalla. Kjarni málsins er sá að ef Íslendingar eiga rétt á þjóðríki eiga Gyðingar í Ísrael einnig þann rétt. Engu að síður hefur Ísraelsríki ítrekað legið undir ámæli fyrir að byggja á þjóðernislegum grunni. Vinstri-öfgafólk hefur áratugum saman haldið uppi þeirri hugmynd að þjóðernishyggja sé samheiti yfir kynþáttahyggju þrátt fyrir að þetta séu í raun tvær ólíkar stefnur. Hugtakið „þjóð“ vísar hvorki til húðlitar né annarra erfðaþátta heldur vísar það til sameiginlegra menningarlegra þátta, til dæmis tungumáls, tónlistar- og matarmenningar. Það er því vel hægt að vera þjóðernissinnaður og mótfallinn kynþáttahyggju á sama tíma. Hvaða erindi á þjóðernishyggja til okkar? Vitanlega höfum við orðið vitni að neikvæðum birtingarmyndum þjóðernishyggju í nútímasögu Vesturlanda. Það er því nauðsynlegt að reka varnagla sem koma í veg fyrir að þjóðernishyggjan geti farið af sporinu á þann hátt. En það væru alvarleg mistök að hafna henni alfarið vegna þessarar mögulegu áhættu. Það væri nær að beina henni í jákvæðan farveg. Sem betur fer virðast langflestir Íslendingar veita þeirri nálgun hljómgrunn. Þann 10. maí síðastliðinn hélt forseti Íslands ræðu í Háskólanum í Færeyjum. Þar sagði hann meðal annars (þýtt úr ensku): „Við skulum ekki gleyma þeim jákvæðu áhrifum sem þjóðernishyggja getur haft á samfélög okkar, hvernig hún getur nært einingu og sameiginlegan stuðning, hvernig hún getur aukið ást og umhyggju okkar fyrir náttúru okkar og umhverfi, hvernig hún getur tengt fortíð okkar, nútíð og framtíð, hvernig þjóðernishyggja getur viðhaldið og ætti að viðhalda menningu okkar, tungumáli og sögu.“ Spurningin um hvaða erindi þjóðernishyggjan á til okkar verður sífellt áleitnari. Það er staðreynd að við lifum á tímum aukinnar alþjóðasamvinnu. Þrátt fyrir margvíslega kosti þeirrar þróunar getur hún valdið því að smáþjóðir hverfi í skugga stórveldanna. Því þurfa smáþjóðirnar að standa saman í baráttunni fyrir öruggum atkvæða- og tilverurétti. Af þeirri ástæðu er það mín von að Ísland og Ísrael sjái hag sinn í samstöðu á þessum grunni og að ríkin muni veita hvort öðru stuðning til að varðveita sinn verðmæta menningararf. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun