Hugum vel að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu – þannig græða allir Bryndís Skarphéðinsdóttir og Margrét Wendt skrifa 15. júní 2022 11:30 Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar