Rekstrarafkoma í sjávarútvegi: Hverjar eru staðreyndirnar? Magnús Örn Gunnarsson skrifar 14. júní 2022 11:30 Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarútvegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið samstíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnuvegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málflutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efnahag fyrirtækja og flokkar í atvinnuvegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú flokkun er ekki í ýkja góðu samræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunargreinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstofunnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofangreindum viðtölum, var samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrrgreindum yfirlitum Hagstofunnar er arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi talsvert minni að jafnaði á tímabilinu 2015-20 heldur en i bæði smásölu og heildsölu. Það þýðir einfaldlega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smásölu heldur en í í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðulinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargreinunum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávarútvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagnaðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstrarafkoma í öðrum megingreinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikningum þeirra bendir til að rekstrarhagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnuvega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en í öðrum greinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarútvegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið samstíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnuvegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málflutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efnahag fyrirtækja og flokkar í atvinnuvegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú flokkun er ekki í ýkja góðu samræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunargreinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstofunnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofangreindum viðtölum, var samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrrgreindum yfirlitum Hagstofunnar er arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi talsvert minni að jafnaði á tímabilinu 2015-20 heldur en i bæði smásölu og heildsölu. Það þýðir einfaldlega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smásölu heldur en í í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðulinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargreinunum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávarútvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagnaðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstrarafkoma í öðrum megingreinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikningum þeirra bendir til að rekstrarhagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnuvega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en í öðrum greinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun