Handbolti

Glæsilegum ferli Alexanders lauk í kvöld

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alexander Petersson hefur lagt skó sína á hilluna. 
Alexander Petersson hefur lagt skó sína á hilluna.  Vísir/Getty

Al­ex­and­er Peters­son, landsliðsmaður í hand­bolta, spilaði í kvöld sinn síðasta handboltaleik á löngum og glæsilegum ferli sínum.

Alexander skoraði þá tvö mörk í tapi Melsungun gegn Stuttgart í lokaumferð þýsku efstu deildarinnar. 

Þessi frábæra skytta og öflugi varnarmaður fæddist í Lettlandi en hann kom til Íslands árið 1998 og lék með Gróttu/KR til ársins 2003. 

Þá lá leið Alexanders til Þýskalands þar sem hann gekk til liðs við Düsseldorf. 

Alexander lék svo með fimm liðum í þýsku efstu deildinni, Grosswallstadt, Flensburg, Fuchse Berlin, Rhein-Neckar Löwen og nú síðast Melsungen.

Á tæpum tveimur áratugum varð Alexander tvisvar sinnum Þýsklandsmeistari með Rhein-Neckar Löwen, vann þýska bikarinn einu sinni með liðinu og Evrópubikarinn. Alexander lék með Rhein-Neckar Löwen frá 2012 til 2021. 

Alexander spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2005 og svo þann siðasta árið 2021. Alls spilaði 186 landsleiki og skoraði í þeim leikjum 725 mörk. Hann var einn af lykilleikmönnum íslenska liðsins sem náði í silfur á Ólympíuleikum árið 2008 og brons á Evrópumótinu árið 2010. 

Það ár var Alexander valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en hann fékk íslensku fálkaorðuna árið 2008. 

„Þessi síðasti leikur á ferli mínum var afar til­finn­ingaþrung­inn. Ég er mjög leiður að 19 ára ferli mínum á Þýskalandi sé lokið. Mér er efst í huga núna vonbrigði að hafa ekki náð að hafa betur í þessum leik," sagði Al­ex­and­er sem hættir handboltaiðkun um það bil mánuði áður en hann verður 42 ára gamall.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.