Ómar endaði næst markahæstur og Bjarki Már þriðji Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 15:11 Bjarki Már og Ómar Ingi hafa leikið frábærlega í vetur. HSÍ Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í dag þar sem heil umferð var spiluð á sama tíma. Ómar Ingi Magnússon endar sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar og Bjarki Már Elísson þriðji. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Úrslit dagsins skiptu því kannski litlu máli fyrir liðið, en Ómar átti enn möguleika á að verja markakóngstitilinn frá því í fyrra. Magdeburg hafði að lokum betur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen, 37-34. Ómar Ingi skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, en Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í sínum leik og heldur því toppsæti markaskoraralistans. Ómar skoraði 236 mörk á tímabilinu, en Hans Lindberg 242. SAISONENDE! 🏆Wir beenden die Saison mit einem 37-34-Heimsieg gegen die RNL Löwen !!!Wir sind Deutscher Meister! Danke für die grandiose Saison mit euch 💚❤️Spielbericht ➡️ https://t.co/fxPiWqruHf📷 Franzi Gora pic.twitter.com/tPxXGNtdyt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 12, 2022 Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo góðan sigur gegn Hamburg, 28-23. Bjarki var fyrir umferðina tveimur mörkum á eftir Ómari og þremur á eftir Lindberg, en Bjarki skoraði fjögur í dag og endar því sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Stuttgart og Melsungen áttust einnig við í Íslendingaslag þar sem Stuttgart hafði betur, 28-25. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað. Fyrir Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað er Göppingen mátti þola sjö marka tap gegn Kiel, 42-35, eekki frekar en Arnór Þór Gunnarsson í liði Bergischer sem vann fjögurra marka sigur gegn Tus N-Lübbecke, 26-22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann sex marka sigur gegn Füchse Berlin, 28-22, og að lokum varð það endanlega staðfest að Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten eru fallnir úr þýsku úrvalsdeildinni eftir sjö marka tap gegn Erlangen, 33-26. Þýski handboltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Úrslit dagsins skiptu því kannski litlu máli fyrir liðið, en Ómar átti enn möguleika á að verja markakóngstitilinn frá því í fyrra. Magdeburg hafði að lokum betur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen, 37-34. Ómar Ingi skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, en Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í sínum leik og heldur því toppsæti markaskoraralistans. Ómar skoraði 236 mörk á tímabilinu, en Hans Lindberg 242. SAISONENDE! 🏆Wir beenden die Saison mit einem 37-34-Heimsieg gegen die RNL Löwen !!!Wir sind Deutscher Meister! Danke für die grandiose Saison mit euch 💚❤️Spielbericht ➡️ https://t.co/fxPiWqruHf📷 Franzi Gora pic.twitter.com/tPxXGNtdyt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 12, 2022 Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo góðan sigur gegn Hamburg, 28-23. Bjarki var fyrir umferðina tveimur mörkum á eftir Ómari og þremur á eftir Lindberg, en Bjarki skoraði fjögur í dag og endar því sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Stuttgart og Melsungen áttust einnig við í Íslendingaslag þar sem Stuttgart hafði betur, 28-25. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað. Fyrir Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað er Göppingen mátti þola sjö marka tap gegn Kiel, 42-35, eekki frekar en Arnór Þór Gunnarsson í liði Bergischer sem vann fjögurra marka sigur gegn Tus N-Lübbecke, 26-22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann sex marka sigur gegn Füchse Berlin, 28-22, og að lokum varð það endanlega staðfest að Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten eru fallnir úr þýsku úrvalsdeildinni eftir sjö marka tap gegn Erlangen, 33-26.
Þýski handboltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira