Ómar endaði næst markahæstur og Bjarki Már þriðji Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 15:11 Bjarki Már og Ómar Ingi hafa leikið frábærlega í vetur. HSÍ Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í dag þar sem heil umferð var spiluð á sama tíma. Ómar Ingi Magnússon endar sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar og Bjarki Már Elísson þriðji. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Úrslit dagsins skiptu því kannski litlu máli fyrir liðið, en Ómar átti enn möguleika á að verja markakóngstitilinn frá því í fyrra. Magdeburg hafði að lokum betur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen, 37-34. Ómar Ingi skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, en Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í sínum leik og heldur því toppsæti markaskoraralistans. Ómar skoraði 236 mörk á tímabilinu, en Hans Lindberg 242. SAISONENDE! 🏆Wir beenden die Saison mit einem 37-34-Heimsieg gegen die RNL Löwen !!!Wir sind Deutscher Meister! Danke für die grandiose Saison mit euch 💚❤️Spielbericht ➡️ https://t.co/fxPiWqruHf📷 Franzi Gora pic.twitter.com/tPxXGNtdyt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 12, 2022 Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo góðan sigur gegn Hamburg, 28-23. Bjarki var fyrir umferðina tveimur mörkum á eftir Ómari og þremur á eftir Lindberg, en Bjarki skoraði fjögur í dag og endar því sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Stuttgart og Melsungen áttust einnig við í Íslendingaslag þar sem Stuttgart hafði betur, 28-25. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað. Fyrir Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað er Göppingen mátti þola sjö marka tap gegn Kiel, 42-35, eekki frekar en Arnór Þór Gunnarsson í liði Bergischer sem vann fjögurra marka sigur gegn Tus N-Lübbecke, 26-22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann sex marka sigur gegn Füchse Berlin, 28-22, og að lokum varð það endanlega staðfest að Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten eru fallnir úr þýsku úrvalsdeildinni eftir sjö marka tap gegn Erlangen, 33-26. Þýski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Úrslit dagsins skiptu því kannski litlu máli fyrir liðið, en Ómar átti enn möguleika á að verja markakóngstitilinn frá því í fyrra. Magdeburg hafði að lokum betur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen, 37-34. Ómar Ingi skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, en Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í sínum leik og heldur því toppsæti markaskoraralistans. Ómar skoraði 236 mörk á tímabilinu, en Hans Lindberg 242. SAISONENDE! 🏆Wir beenden die Saison mit einem 37-34-Heimsieg gegen die RNL Löwen !!!Wir sind Deutscher Meister! Danke für die grandiose Saison mit euch 💚❤️Spielbericht ➡️ https://t.co/fxPiWqruHf📷 Franzi Gora pic.twitter.com/tPxXGNtdyt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 12, 2022 Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo góðan sigur gegn Hamburg, 28-23. Bjarki var fyrir umferðina tveimur mörkum á eftir Ómari og þremur á eftir Lindberg, en Bjarki skoraði fjögur í dag og endar því sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Stuttgart og Melsungen áttust einnig við í Íslendingaslag þar sem Stuttgart hafði betur, 28-25. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað. Fyrir Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað er Göppingen mátti þola sjö marka tap gegn Kiel, 42-35, eekki frekar en Arnór Þór Gunnarsson í liði Bergischer sem vann fjögurra marka sigur gegn Tus N-Lübbecke, 26-22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann sex marka sigur gegn Füchse Berlin, 28-22, og að lokum varð það endanlega staðfest að Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten eru fallnir úr þýsku úrvalsdeildinni eftir sjö marka tap gegn Erlangen, 33-26.
Þýski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira