Samkeppniseftirlitið með verðhækkanir til skoðunar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2022 14:00 Þeir vöruflokkar þar sem ekki má finna samkeppni milli innlendrar og erlendrar framleiðslu eða þjónustu virðast veikastir fyrir verðhækkunum. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort greina megi samkeppnislagabrot í þeim verðhækkunum sem eiga sér stað um þessar mundir. Hagfræðingur bendir á að þeir vöruflokkar sem búi ekki við erlenda samkeppni hafi hækkað langmest. Greint var frá því í gær að vörukarfa ASÍ hefði hækkað í öllum matvöruverslunum sem könnunin nær til á síðustu sjö mánuðum. Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, bendir á að síðustu ár hafi vöruflokkar á borð við mat og drykkjarvöru, tryggingar og bankaþjónustu verið veikir fyrir verðhækkunum. „Þessar greinar eiga það sameiginlegt að búa við lítið erlent samkeppnislegt aðhald. En svo eru flokkarnir sem búa við meira samkeppnislegt aðhald eins og undirflokkar vísitölunnar hvað varðar föt og skó, lítil heimilistæki og tölvur. Þeir hafa staðið í stað eða lækkað á síðustu árum,“ segir Valur. Virðast ekki lepja dauðann úr skel Verðhækkanirnar sem nú eigi sér stað, meðal annars vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu, virðist þróast eins. Ástæðan fyrir því að umræðan sé svo mikil um hækkanirnar nú segir Valur að sé meðal annars sú að fyrirtæki séu víða að skila metafkomu á sama tíma og þau hækka verð sín. „Þannig það virðist ekki vera að þau séu að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir þessa bresti sem má finna víða um heim,“ segir hann. Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að væntingar um aukna verðbólgu geti leitt til enn meiri verðhækkana en ella. „Það er raunveruleg hætta og sérstaklega á mörkuðum þar sem er til staðar mikið gegnsæi og fá fyrirtæki sem keppa. Þegar allir á markaðinum hafa væntingar til þess að keppinauturinn hækki þá verður það auðveldara heldur en þegar væntingarnar eru í hina áttina,“ segir Valur. Samkeppniseftirlitið hefur nú verið með það til skoðunar hvort finna megi bresti í samkeppni eða brot á lögum í vöruhækkunum síðustu vikna. „Við höfum væntingar til þess að niðurstöður þeirrar skoðunar gagnist og verði innlegg í umræðuna um einmitt þessi mál; hvort að verðhækkanirnar sem við sjáum hér á landi eru að gefa til kynna einhvers konar samkeppnisbresti eða ekki,“ segir Valur. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Greint var frá því í gær að vörukarfa ASÍ hefði hækkað í öllum matvöruverslunum sem könnunin nær til á síðustu sjö mánuðum. Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, bendir á að síðustu ár hafi vöruflokkar á borð við mat og drykkjarvöru, tryggingar og bankaþjónustu verið veikir fyrir verðhækkunum. „Þessar greinar eiga það sameiginlegt að búa við lítið erlent samkeppnislegt aðhald. En svo eru flokkarnir sem búa við meira samkeppnislegt aðhald eins og undirflokkar vísitölunnar hvað varðar föt og skó, lítil heimilistæki og tölvur. Þeir hafa staðið í stað eða lækkað á síðustu árum,“ segir Valur. Virðast ekki lepja dauðann úr skel Verðhækkanirnar sem nú eigi sér stað, meðal annars vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu, virðist þróast eins. Ástæðan fyrir því að umræðan sé svo mikil um hækkanirnar nú segir Valur að sé meðal annars sú að fyrirtæki séu víða að skila metafkomu á sama tíma og þau hækka verð sín. „Þannig það virðist ekki vera að þau séu að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir þessa bresti sem má finna víða um heim,“ segir hann. Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að væntingar um aukna verðbólgu geti leitt til enn meiri verðhækkana en ella. „Það er raunveruleg hætta og sérstaklega á mörkuðum þar sem er til staðar mikið gegnsæi og fá fyrirtæki sem keppa. Þegar allir á markaðinum hafa væntingar til þess að keppinauturinn hækki þá verður það auðveldara heldur en þegar væntingarnar eru í hina áttina,“ segir Valur. Samkeppniseftirlitið hefur nú verið með það til skoðunar hvort finna megi bresti í samkeppni eða brot á lögum í vöruhækkunum síðustu vikna. „Við höfum væntingar til þess að niðurstöður þeirrar skoðunar gagnist og verði innlegg í umræðuna um einmitt þessi mál; hvort að verðhækkanirnar sem við sjáum hér á landi eru að gefa til kynna einhvers konar samkeppnisbresti eða ekki,“ segir Valur.
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira