Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2022 12:09 Auður Alfa segir matvöruverslanakeðjurnar ekki þurfa að ráðast í svo gríðarlega miklar verðhækkanir. aðsend Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. Vörukarfan hækkaði á bilinu 5-17%, mest hjá Heimkaup en minnst í Krónunni. Í tilkynningu frá ASÍ segir að þetta sé í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili sem sýnir 6,2% hækkun á mat- og drykkjarvöru. „Við svo sem sáum svipaðar hækkanir og svona mikið stökk í verði hérna á fyrstu mánuðum í Covid en þetta eru auðvitað miklar hækkanir á stuttum tíma,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Auður segir mjólkurvörur og osta vera það sem hækkar mest. „Við erum að sjá auðvitað bara að það eru þarna flokkar matvöru að hækka mjög mikið sem vega mjög þungt í innkaupum. Flokkar eins og mjólk, ostar og egg, kjöt og eins brauð og kornvara.“ Hún segir hækkanir sem þessar hafa áhrif á kjör fólks. Þó að ljóst sé að verð á ýmsum aðföngum hafi hækkað til dæmis á áburði sem endurspeglist í hærra verði á mjólk, osti og kjöti þá telur hún engu að síður svigrúm hjá verslunum til að halda aftur af hækkunum. „Það eru ekki allir kostnaðarþættir að hækka um þessar mundir og ýmislegt sem að hefur líka breyst í rekstrarumhverfi þessar fyrirtækja, matvöruverslana, og fleiri sem að hefur verið til hins betra á síðustu tveimur þremur árum. Til dæmis aukin sjálfvirkni og svo framvegis og svo erum við auðvitað að sjá það að það er bara mjög góð afkoma hjá matvöruverslanakeðjum. Þannig að það rímar ekki alveg við þetta að þessar hækkanir séu óumflýjanlegar. Þetta er alltaf spurning um upp að hvaða marki er eðlilegt að hækkanir á aðföngum komi fram í verðlagi.“ Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Vörukarfan hækkaði á bilinu 5-17%, mest hjá Heimkaup en minnst í Krónunni. Í tilkynningu frá ASÍ segir að þetta sé í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili sem sýnir 6,2% hækkun á mat- og drykkjarvöru. „Við svo sem sáum svipaðar hækkanir og svona mikið stökk í verði hérna á fyrstu mánuðum í Covid en þetta eru auðvitað miklar hækkanir á stuttum tíma,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Auður segir mjólkurvörur og osta vera það sem hækkar mest. „Við erum að sjá auðvitað bara að það eru þarna flokkar matvöru að hækka mjög mikið sem vega mjög þungt í innkaupum. Flokkar eins og mjólk, ostar og egg, kjöt og eins brauð og kornvara.“ Hún segir hækkanir sem þessar hafa áhrif á kjör fólks. Þó að ljóst sé að verð á ýmsum aðföngum hafi hækkað til dæmis á áburði sem endurspeglist í hærra verði á mjólk, osti og kjöti þá telur hún engu að síður svigrúm hjá verslunum til að halda aftur af hækkunum. „Það eru ekki allir kostnaðarþættir að hækka um þessar mundir og ýmislegt sem að hefur líka breyst í rekstrarumhverfi þessar fyrirtækja, matvöruverslana, og fleiri sem að hefur verið til hins betra á síðustu tveimur þremur árum. Til dæmis aukin sjálfvirkni og svo framvegis og svo erum við auðvitað að sjá það að það er bara mjög góð afkoma hjá matvöruverslanakeðjum. Þannig að það rímar ekki alveg við þetta að þessar hækkanir séu óumflýjanlegar. Þetta er alltaf spurning um upp að hvaða marki er eðlilegt að hækkanir á aðföngum komi fram í verðlagi.“
Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00
Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“