Handbolti

Erlingur hættir með hollenska landsliðið

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Erlingur Richardsson
Erlingur Richardsson EPA-EFE/Marcin Gadomski

Erlingur Richardsson er hættur með hollenska landsliðið í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollenska handknattleikssambandinu.

Samkvæmt tilkynningunni náðu sambandið og Erlingur ekki samkomulagi um nýjan samning og þess vegna mun Erlingur láta af störfum. Sambandið þakkar Erlingi kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár.

Erlingur tók við liðinu árið 2017 og undir hans stjórn tókst liðinu í fyrsta sinn að komast á Evrópumót, árið 2020. Á síðasta Evrópumóti tókst Erlingi að koma liðinu í 10. sæti sem er besti árangur liðsins í sögunni.

Erlingur sagði í viðtali við Vísi fyrr á árinu að honum hafi verið falið að koma hollenska karlalandsliðinu á hærra plan og það hafi tekist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.