Handbolti

Elverum tók fyrsta úrslitaleikinn gegn Arendal

Atli Arason skrifar
Orri Freyr og félagar eru 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu.
Orri Freyr og félagar eru 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu. https://www.ostlendingen.no/

Orri Freyr Þorkelsson, Aron Dagur Pálsson og félagar í Eleverum eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi um norska meistaratitilinn eftir 32-28 sigur í fyrsta einvígi liðanna.

Gestirnir frá Arendal komust yfir í stöðunni 0-1 en náðu forskotinu aldrei aftur. Hvorki Orri né Aron tóku þátt í leiknum.

Næsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn á heimavelli Arendal. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki verður norskur meistari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.