Ljósið Gunnar Dan Wiium skrifar 1. júní 2022 07:01 Uppljómaður maður er upplýstur maður. Við erum feimin við að bendla okkur sjálf og aðra við uppljómun. Svolítið eins og einhverskonar “Jantelov” hindri okkur, skömmin hindrar okkur. Við erum með hugmyndir um uppljómaða manneskju, hún gengur um jörðina í algjöru ásætti við það sem er og nánast glóir. Þessar hugmyndir eru réttar, uppljómuð manneskja er í ásætti eða einna heldur nær ásætti við hverja hindrun sem hún mætir á endanum. Það geislar af henni karisma og fólk dregst að henni. Vitundarbylgjan í þessum einstaklingum er þétt, vitundarbylgjan er stöðug tengslamyndun milli þess hægra og vinstra og í því samhengi er talað um geislabaug við fullkomið "samadhi" ástand. Hins vegar þýðir það ekki að viðkomandi þurfi endilega að vera í þessu ástandi stöðugt, alls ekki. Við erum af holdi og blóði, með tilfinningar og tilfinningarviðbrögð sem eru ýmist erfð eða áunnin. Það má óhætt segja að tilfinningarviðbrögð okkar séu karmaið okkar og með árvökulli og stöðugri sjálfskoðun horfum við inná við og þar eru þessi viðbrögð okkar skoðuð. Það getur engin annar gert það, við sjálf verðum að hafa hugrekkið og taka allt með fyrirvara því holdið lýgur en sálin heyrir aðeins sannleika. Smátt og smátt vöxum við og þroskumst, við þroskumst inn og við þroskumst út. Inn þroskinn er grunnur allra mennsku og í raun má segja að sé skylda okkar sem menneskjur sé að þroskast á þennan hátt, allur félagslegur þroski er sprottin af andlegum þroska. Uppljómuð manneskja fer ekki í langvarandi stríð, hún tekur ekki afstöðu með þeim sem standa í stríði, uppljómuð manneskja elskar skilyrðislaust óháð meintri stöðu innan samfélags, uppljómuð manneskja starfar án strits og er iðin. Vitund er eilífðareðlið, búddaeðlið, heilagur andinn. Vitund er án upphafs og endis sem og upphaf og endir alls og er það tilgangur mannsins að skilja fæðingu og dauða sem aðeins hverfuleika efnis. Efnið er einn líkami sem tekur á sig óeteljandi myndir og vitundin binst hjúpnum hvað eftir annað þar til þessum skiling hefur verið náð. Jörðin er okkur sem fjötrar og við berjumst og meiðum hvort annað því við neitum að horfast í augu við sannleikan um okkar rauntilgang. Við getum aðeins barist svo lengi því óumflýjanlega munum við í gegnum þjáningu læra að þekkja ljósið, það liggur í eðli sínu samkvæmt. Þegar því ástandi er náð er jörðin okkur ekki fangelsi heldur paradís, þá hættum við að traðka niður náttúruna og meiða hvort annað. Við munum ná tengslum við hvort annað því í raun erum við aðeins eitt, við munum tilheyra náttúru. Við höfum verið þar áður og munum vera þar aftur. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Uppljómaður maður er upplýstur maður. Við erum feimin við að bendla okkur sjálf og aðra við uppljómun. Svolítið eins og einhverskonar “Jantelov” hindri okkur, skömmin hindrar okkur. Við erum með hugmyndir um uppljómaða manneskju, hún gengur um jörðina í algjöru ásætti við það sem er og nánast glóir. Þessar hugmyndir eru réttar, uppljómuð manneskja er í ásætti eða einna heldur nær ásætti við hverja hindrun sem hún mætir á endanum. Það geislar af henni karisma og fólk dregst að henni. Vitundarbylgjan í þessum einstaklingum er þétt, vitundarbylgjan er stöðug tengslamyndun milli þess hægra og vinstra og í því samhengi er talað um geislabaug við fullkomið "samadhi" ástand. Hins vegar þýðir það ekki að viðkomandi þurfi endilega að vera í þessu ástandi stöðugt, alls ekki. Við erum af holdi og blóði, með tilfinningar og tilfinningarviðbrögð sem eru ýmist erfð eða áunnin. Það má óhætt segja að tilfinningarviðbrögð okkar séu karmaið okkar og með árvökulli og stöðugri sjálfskoðun horfum við inná við og þar eru þessi viðbrögð okkar skoðuð. Það getur engin annar gert það, við sjálf verðum að hafa hugrekkið og taka allt með fyrirvara því holdið lýgur en sálin heyrir aðeins sannleika. Smátt og smátt vöxum við og þroskumst, við þroskumst inn og við þroskumst út. Inn þroskinn er grunnur allra mennsku og í raun má segja að sé skylda okkar sem menneskjur sé að þroskast á þennan hátt, allur félagslegur þroski er sprottin af andlegum þroska. Uppljómuð manneskja fer ekki í langvarandi stríð, hún tekur ekki afstöðu með þeim sem standa í stríði, uppljómuð manneskja elskar skilyrðislaust óháð meintri stöðu innan samfélags, uppljómuð manneskja starfar án strits og er iðin. Vitund er eilífðareðlið, búddaeðlið, heilagur andinn. Vitund er án upphafs og endis sem og upphaf og endir alls og er það tilgangur mannsins að skilja fæðingu og dauða sem aðeins hverfuleika efnis. Efnið er einn líkami sem tekur á sig óeteljandi myndir og vitundin binst hjúpnum hvað eftir annað þar til þessum skiling hefur verið náð. Jörðin er okkur sem fjötrar og við berjumst og meiðum hvort annað því við neitum að horfast í augu við sannleikan um okkar rauntilgang. Við getum aðeins barist svo lengi því óumflýjanlega munum við í gegnum þjáningu læra að þekkja ljósið, það liggur í eðli sínu samkvæmt. Þegar því ástandi er náð er jörðin okkur ekki fangelsi heldur paradís, þá hættum við að traðka niður náttúruna og meiða hvort annað. Við munum ná tengslum við hvort annað því í raun erum við aðeins eitt, við munum tilheyra náttúru. Við höfum verið þar áður og munum vera þar aftur. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar