Slegist um þjóna og kokka í ferðaþjónustunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2022 13:57 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuna hafa tekið hraðar við sér eftir faraldurinn en fólk almennt hafði gert ráð fyrir og er svo komið að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa lokað fyrir sölu. Mikil vöntun er þó á matreiðslufólki og þjónum í sumar og er slegist um þetta starfsfólk. Snemma í vor fór að bera á áhyggjum innan ferðaþjónustunnar yfir því að hugsanlega tækist ekki að manna nauðsynlegar stöður fyrir ferðamannasumarið. „Heilt yfir hefur þetta þó gengið betur en menn þorðu að vona en hins vegar er ennþá skortur í ákveðnum starfsgreinum og er hann einkum meðal framleiðslufólks og kokka þar sem hreinlega vantar ennþá fólk og það er mikil áskorun.“ Bjarnheiður segir að þetta vandamál sé alls ekki bundið við Ísland því slegist sé um matreiðslu-og framreiðslufólk í Evrópu. „Mjög margt starfsfólk sem hefur verið hjá okkur undanfarin ár hefur komið erlendis frá og það er bara ósköp endilega þannig að við höfum sjálf ekki nógu margt starfsfólk til að manna okkar helstu atvinnuvegi þannig að stór hluti starfsfólks sem kemur inn á hótelin og veitingastaðina kemur erlendis frá.“ Síðustu ár hefur fólk frá Austur-Evrópu mannað þessar stöður. „En við erum að sjá þróun núna að það eru að koma inn „ný þjóðerni“, til dæmis frá Spáni, Portúgal og jafnvel Grikklandi sem má segja að sé nýtt hjá okkur.“ Bjarnheiður segir að það hafi komið fólki á óvart hversu skjótur batinn var innan ferðaþjónustunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. „Það er jafnvel orðið þannig að fyrirtæki sem eru að selja úti á mörkuðum eru farin að loka fyrir sölu því það getur ekki annað fleiri viðskiptavinum. Það eru nánast allir bílaleigubílar uppseldir í sumar, hótelrými, sérstaklega úti á landsbyggðinni, uppurin, þannig að við erum komin á þann stað núna að þurfa bara að segja nei, sem er náttúrulega eitthvað sem okkur finnst ekki skemmtilegt að þurfa að gera,“ sagði Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 „Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira
Snemma í vor fór að bera á áhyggjum innan ferðaþjónustunnar yfir því að hugsanlega tækist ekki að manna nauðsynlegar stöður fyrir ferðamannasumarið. „Heilt yfir hefur þetta þó gengið betur en menn þorðu að vona en hins vegar er ennþá skortur í ákveðnum starfsgreinum og er hann einkum meðal framleiðslufólks og kokka þar sem hreinlega vantar ennþá fólk og það er mikil áskorun.“ Bjarnheiður segir að þetta vandamál sé alls ekki bundið við Ísland því slegist sé um matreiðslu-og framreiðslufólk í Evrópu. „Mjög margt starfsfólk sem hefur verið hjá okkur undanfarin ár hefur komið erlendis frá og það er bara ósköp endilega þannig að við höfum sjálf ekki nógu margt starfsfólk til að manna okkar helstu atvinnuvegi þannig að stór hluti starfsfólks sem kemur inn á hótelin og veitingastaðina kemur erlendis frá.“ Síðustu ár hefur fólk frá Austur-Evrópu mannað þessar stöður. „En við erum að sjá þróun núna að það eru að koma inn „ný þjóðerni“, til dæmis frá Spáni, Portúgal og jafnvel Grikklandi sem má segja að sé nýtt hjá okkur.“ Bjarnheiður segir að það hafi komið fólki á óvart hversu skjótur batinn var innan ferðaþjónustunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. „Það er jafnvel orðið þannig að fyrirtæki sem eru að selja úti á mörkuðum eru farin að loka fyrir sölu því það getur ekki annað fleiri viðskiptavinum. Það eru nánast allir bílaleigubílar uppseldir í sumar, hótelrými, sérstaklega úti á landsbyggðinni, uppurin, þannig að við erum komin á þann stað núna að þurfa bara að segja nei, sem er náttúrulega eitthvað sem okkur finnst ekki skemmtilegt að þurfa að gera,“ sagði Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 „Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira
Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01
„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07
Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01