Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2022 08:01 Áætlað er að tengifarþegar verði tæp 73 prósent af því sem var árið 2019. Vísir/Vilhelm Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en spáin er sú fyrsta sem er gerð síðan heimsfaraldurinn skall á og er hún unnin í samvinnu við notendur vallarins. Áætlað er að tengifarþegar verði tæp 73 prósent af því sem var árið 2019. Spáin gerir ráð fyrir að 162 prósent fleiri farþegar muni fara um völlinn en gerðu það í fyrra. „Gert er ráð fyrir að endurheimtin í fjölda farþega yfir hásumarið og fram á haust verði 93% í júlí, 91% í ágúst og 98% í september. Þá verði farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll í októbermánuði í ár nærri 700 fleiri en sama mánuð 2019. Gert er ráð fyrir að fjöldi skiptifarþega nærri tvöfaldist nú í maí og aukist jafnt og þétt fram á haust. Tvö félög bjóða nú upp á tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku um Keflavíkurflugvöll. Auk Icelandair hóf Play flug vestur um haf í apríl. Farþegaspáin gerir ráð fyrir að tengifarþegar verði tæplega 1,5 milljónir fyrir allt árið 2022 en þeir voru rétt rúmar 2 milljónir 2019 og 350 þúsund í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Hraðari endurheimt Haft er eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia, að endurheimtin sé hraðari en félagið hafi búist við fyrr á þessu ári. „Samkvæmt farþegaforsendum sem við gerðum í byrjun febrúar var útlit fyrir að heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll yrði tæpar 4,6 milljónir. Nú hefur sú tala hækkað um ríflega eina milljón.“ Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia.Isavia Flugfélögin sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar verða 24 talsins samanborið við 25 flugfélög sumarið 2019. Þá eru áfangastaðirnir nú í sumar 75 en voru 80 sumarmánuðina 2019. Grétar segir að Isavia geri ráð fyrir að fjöldi ferðamanna á Íslandi í ár verið á bilinu 1,4-1,5 milljónir. Fyrri forsendur gerðu ráð fyrir 1,2 milljón farþegum. „Heimurinn er að opnast eftir heimsfaraldurinn og ferðaþjónustan að vakna eftir erfitt tímabil,“ segir Grétar. „Við hjá Isavia erum bjartsýn fyrir sumarið og á framtíðina. Árið 2022 endurheimtum við ferðagleðina. Þetta verður líka eitt mesta framkvæmdaár í sögu Keflavíkurflugvallar. Við erum að stækka og bæta flugstöðina til að geta enn betur tekið á móti ferðafólki til framtíðar.“ Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Reykjanesbær Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en spáin er sú fyrsta sem er gerð síðan heimsfaraldurinn skall á og er hún unnin í samvinnu við notendur vallarins. Áætlað er að tengifarþegar verði tæp 73 prósent af því sem var árið 2019. Spáin gerir ráð fyrir að 162 prósent fleiri farþegar muni fara um völlinn en gerðu það í fyrra. „Gert er ráð fyrir að endurheimtin í fjölda farþega yfir hásumarið og fram á haust verði 93% í júlí, 91% í ágúst og 98% í september. Þá verði farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll í októbermánuði í ár nærri 700 fleiri en sama mánuð 2019. Gert er ráð fyrir að fjöldi skiptifarþega nærri tvöfaldist nú í maí og aukist jafnt og þétt fram á haust. Tvö félög bjóða nú upp á tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku um Keflavíkurflugvöll. Auk Icelandair hóf Play flug vestur um haf í apríl. Farþegaspáin gerir ráð fyrir að tengifarþegar verði tæplega 1,5 milljónir fyrir allt árið 2022 en þeir voru rétt rúmar 2 milljónir 2019 og 350 þúsund í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Hraðari endurheimt Haft er eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia, að endurheimtin sé hraðari en félagið hafi búist við fyrr á þessu ári. „Samkvæmt farþegaforsendum sem við gerðum í byrjun febrúar var útlit fyrir að heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll yrði tæpar 4,6 milljónir. Nú hefur sú tala hækkað um ríflega eina milljón.“ Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia.Isavia Flugfélögin sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar verða 24 talsins samanborið við 25 flugfélög sumarið 2019. Þá eru áfangastaðirnir nú í sumar 75 en voru 80 sumarmánuðina 2019. Grétar segir að Isavia geri ráð fyrir að fjöldi ferðamanna á Íslandi í ár verið á bilinu 1,4-1,5 milljónir. Fyrri forsendur gerðu ráð fyrir 1,2 milljón farþegum. „Heimurinn er að opnast eftir heimsfaraldurinn og ferðaþjónustan að vakna eftir erfitt tímabil,“ segir Grétar. „Við hjá Isavia erum bjartsýn fyrir sumarið og á framtíðina. Árið 2022 endurheimtum við ferðagleðina. Þetta verður líka eitt mesta framkvæmdaár í sögu Keflavíkurflugvallar. Við erum að stækka og bæta flugstöðina til að geta enn betur tekið á móti ferðafólki til framtíðar.“
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Reykjanesbær Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira