Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2022 08:01 Áætlað er að tengifarþegar verði tæp 73 prósent af því sem var árið 2019. Vísir/Vilhelm Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en spáin er sú fyrsta sem er gerð síðan heimsfaraldurinn skall á og er hún unnin í samvinnu við notendur vallarins. Áætlað er að tengifarþegar verði tæp 73 prósent af því sem var árið 2019. Spáin gerir ráð fyrir að 162 prósent fleiri farþegar muni fara um völlinn en gerðu það í fyrra. „Gert er ráð fyrir að endurheimtin í fjölda farþega yfir hásumarið og fram á haust verði 93% í júlí, 91% í ágúst og 98% í september. Þá verði farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll í októbermánuði í ár nærri 700 fleiri en sama mánuð 2019. Gert er ráð fyrir að fjöldi skiptifarþega nærri tvöfaldist nú í maí og aukist jafnt og þétt fram á haust. Tvö félög bjóða nú upp á tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku um Keflavíkurflugvöll. Auk Icelandair hóf Play flug vestur um haf í apríl. Farþegaspáin gerir ráð fyrir að tengifarþegar verði tæplega 1,5 milljónir fyrir allt árið 2022 en þeir voru rétt rúmar 2 milljónir 2019 og 350 þúsund í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Hraðari endurheimt Haft er eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia, að endurheimtin sé hraðari en félagið hafi búist við fyrr á þessu ári. „Samkvæmt farþegaforsendum sem við gerðum í byrjun febrúar var útlit fyrir að heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll yrði tæpar 4,6 milljónir. Nú hefur sú tala hækkað um ríflega eina milljón.“ Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia.Isavia Flugfélögin sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar verða 24 talsins samanborið við 25 flugfélög sumarið 2019. Þá eru áfangastaðirnir nú í sumar 75 en voru 80 sumarmánuðina 2019. Grétar segir að Isavia geri ráð fyrir að fjöldi ferðamanna á Íslandi í ár verið á bilinu 1,4-1,5 milljónir. Fyrri forsendur gerðu ráð fyrir 1,2 milljón farþegum. „Heimurinn er að opnast eftir heimsfaraldurinn og ferðaþjónustan að vakna eftir erfitt tímabil,“ segir Grétar. „Við hjá Isavia erum bjartsýn fyrir sumarið og á framtíðina. Árið 2022 endurheimtum við ferðagleðina. Þetta verður líka eitt mesta framkvæmdaár í sögu Keflavíkurflugvallar. Við erum að stækka og bæta flugstöðina til að geta enn betur tekið á móti ferðafólki til framtíðar.“ Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Reykjanesbær Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en spáin er sú fyrsta sem er gerð síðan heimsfaraldurinn skall á og er hún unnin í samvinnu við notendur vallarins. Áætlað er að tengifarþegar verði tæp 73 prósent af því sem var árið 2019. Spáin gerir ráð fyrir að 162 prósent fleiri farþegar muni fara um völlinn en gerðu það í fyrra. „Gert er ráð fyrir að endurheimtin í fjölda farþega yfir hásumarið og fram á haust verði 93% í júlí, 91% í ágúst og 98% í september. Þá verði farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll í októbermánuði í ár nærri 700 fleiri en sama mánuð 2019. Gert er ráð fyrir að fjöldi skiptifarþega nærri tvöfaldist nú í maí og aukist jafnt og þétt fram á haust. Tvö félög bjóða nú upp á tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku um Keflavíkurflugvöll. Auk Icelandair hóf Play flug vestur um haf í apríl. Farþegaspáin gerir ráð fyrir að tengifarþegar verði tæplega 1,5 milljónir fyrir allt árið 2022 en þeir voru rétt rúmar 2 milljónir 2019 og 350 þúsund í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Hraðari endurheimt Haft er eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia, að endurheimtin sé hraðari en félagið hafi búist við fyrr á þessu ári. „Samkvæmt farþegaforsendum sem við gerðum í byrjun febrúar var útlit fyrir að heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll yrði tæpar 4,6 milljónir. Nú hefur sú tala hækkað um ríflega eina milljón.“ Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia.Isavia Flugfélögin sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar verða 24 talsins samanborið við 25 flugfélög sumarið 2019. Þá eru áfangastaðirnir nú í sumar 75 en voru 80 sumarmánuðina 2019. Grétar segir að Isavia geri ráð fyrir að fjöldi ferðamanna á Íslandi í ár verið á bilinu 1,4-1,5 milljónir. Fyrri forsendur gerðu ráð fyrir 1,2 milljón farþegum. „Heimurinn er að opnast eftir heimsfaraldurinn og ferðaþjónustan að vakna eftir erfitt tímabil,“ segir Grétar. „Við hjá Isavia erum bjartsýn fyrir sumarið og á framtíðina. Árið 2022 endurheimtum við ferðagleðina. Þetta verður líka eitt mesta framkvæmdaár í sögu Keflavíkurflugvallar. Við erum að stækka og bæta flugstöðina til að geta enn betur tekið á móti ferðafólki til framtíðar.“
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Reykjanesbær Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira