Daði stýrir markaðs- og umhverfismálum hjá Krónunni Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 08:57 Daði Guðjónsson. Krónan Daði Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni og mun hefja störf í ágúst. Í tilkynningu frá Krónunni segir að Daði búi að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hafi síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. „Þar áður starfaði Daði m.a. sem markaðsstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, útsendingarstjóri hjá RÚV og fyrir auglýsingastofuna Kapital. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Daði er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Spennandi Haft er eftir Daða að það sé gríðarlega spennandi að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Krónunni. „Krónan er verðmætt vörumerki sem hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð, umhverfisábyrgum starfsháttum, og ekki síst virkri umhyggju og eflingu starfsfólksins. Krónan hefur komið öllum þessum þáttum rækilega á framfæri og það er spennandi og verður gefandi að fá tækifæri til að halda áfram því árangursríka markaðsstarfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Daði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan hafi markvisst byggt upp traust og styrkt ímynd sína meðal viðskiptavina sinna og hafi í fyrra verið valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu samkvæmt árlegri könnun MMR. „Við byggjum á sterkum grunni en markaðurinn er í sífelldri þróun og því er mikilvægt að hafa skýra og framúrstefnulega sýn fyrir framtíðina. Daði hefur sannað sig sem frumkvöðull innan geirans og við hlökkum til að hefja vegferðina með honum og því flotta teymi sem starfar hjá Krónunni,“ segir Ásta. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Verslun Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Í tilkynningu frá Krónunni segir að Daði búi að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hafi síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. „Þar áður starfaði Daði m.a. sem markaðsstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, útsendingarstjóri hjá RÚV og fyrir auglýsingastofuna Kapital. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Daði er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Spennandi Haft er eftir Daða að það sé gríðarlega spennandi að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Krónunni. „Krónan er verðmætt vörumerki sem hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð, umhverfisábyrgum starfsháttum, og ekki síst virkri umhyggju og eflingu starfsfólksins. Krónan hefur komið öllum þessum þáttum rækilega á framfæri og það er spennandi og verður gefandi að fá tækifæri til að halda áfram því árangursríka markaðsstarfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Daði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan hafi markvisst byggt upp traust og styrkt ímynd sína meðal viðskiptavina sinna og hafi í fyrra verið valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu samkvæmt árlegri könnun MMR. „Við byggjum á sterkum grunni en markaðurinn er í sífelldri þróun og því er mikilvægt að hafa skýra og framúrstefnulega sýn fyrir framtíðina. Daði hefur sannað sig sem frumkvöðull innan geirans og við hlökkum til að hefja vegferðina með honum og því flotta teymi sem starfar hjá Krónunni,“ segir Ásta.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Verslun Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun