Handbolti

Alexander Petersson leggur skóna á hilluna

Atli Arason skrifar
Alexander Petersson í einum af sínum 186 landsleikjum í íslensku treyjunni.
Alexander Petersson í einum af sínum 186 landsleikjum í íslensku treyjunni. Getty Images

Handboltakappinn Alexander Petersson hefur tilkynnt að hann muni hætta í handbolta eftir yfirstandandi leiktímabil.

Alexander verður 42 ára í júlí og hefur ákveðið að segja þetta gott. Alexander leikur með Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Ég vissi að þessi dagur myndi koma einhvern tímann. Ég reyndi allt til þess að fresta þessari ákvörðun eins lengi og ég gat. Þegar ég hélt fyrst á handbolta fyrir öllum þessum árum síðan þá bjóst ég aldrei við því að ég gæti horft til baka í dag á allar þessar frábæru minningar sem handboltinn hefur gefið mér,“ skrifaði Alexander í tilkynningu á Facebook.

Alexander hefur komið víða við á ferli sínum en hann hefur leikið í þýsku úrvalsdeildinni síðustu tvo áratugi. Hann hefur meðal annars unnið þýska bikarinn, þýsku deildina og evrópubikar á löngum ferli sínum.

Þá var hann hluti af íslenska landsliðinu sem náði í silfur verðlaun á ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Alexander fæddist í Riga í Lettlandi en lék alla tíð með íslenska landsliðinu. Alexander á 186 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 725 mörk.

„Ég hefði aldrei náð þessu án hjálpar frá liðsfélögum, þjálfurum, læknum og áhorfendum. Árin með ykkur hafa verið mér mikill heiður. Ég vil þakka ykkur öllum og sérstaklega fjölskyldunni minni en án stuðnings hennar hefði þessi vegferð mín aldrei verið möguleg.“

Liebe Handball-Fans, ich wusste, dass dieser Tag irgendwann kommen wird. Ich habe wirklich alles versucht und ihn lange...

Posted by ALexander Petersson on Miðvikudagur, 25. maí 2022



Fleiri fréttir

Sjá meira


×