Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 09:15 Steve Kerr var heitt í hamsi þegar hann ræddi um skotárásina í Dallas og byssueign í Bandaríkjunum. ap/Scott Strazzante Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State. Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Sjá meira
Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Sjá meira