Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 09:15 Steve Kerr var heitt í hamsi þegar hann ræddi um skotárásina í Dallas og byssueign í Bandaríkjunum. ap/Scott Strazzante Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State. Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Fleiri fréttir „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Sjá meira
Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Fleiri fréttir „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Sjá meira