Handbolti

Bjarni Ófeigur og félagar með bakið upp við vegg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk fyrir Skövde í kvöld.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk fyrir Skövde í kvöld. Skövde.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde eru með bakið upp við vegg í úrslitaeinvígi sænsku deildarinnar í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Ystads á heimavelli í kvöld, 27-31.

Ystads leiðir nú einvígið 2-1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sænska meistaratitilinn.

Bjarni og félagar byrjuðu leikinn betur og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik í stöðunni 11-7. Gestirnir í Ystads skoruðu næstu fjögur mörk og jöfnuðu leikinn, en heimamenn í Skövde fóru þó með tveggja marka forskot inn í hálfleikshléið, staðan 16-14.

Heimamenn náðu fljótt fimm marka forystu í síðari hálfleik. Gestirnir í Ystads skiptu þá um gír og skoruðu tólf mörk gegn aðeins tveimur mörkum heimamanna. Gestirnir litu aldrei um öxl eftir það og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-31.

Bjarni Ófeigur skoraði þrjú mörk fyrir Skövde í kvöld, en liðið þarf nú að vinna næsta leik til að halda sér á lífi í úrslitaeinvíginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×