Bakslag hjá Birnu: „Sumt fólk lærir víst aldrei“ Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2022 16:01 Birna Berg Haraldsdóttir þurfti að fara í aðra hnéaðgerð en er jákvæð eftir hana og stefnir á að geta spilað fyrsta leik á nýju tímabili í haust. Instagram/@birnaberg Skyttan öfluga Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, segist hafa flýtt sér um of í endurhæfingunni eftir krossbandsslit í hné og þurfi að muna að sýna meiri þolinmæði. Birna sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum í september síðastliðnum og missti því af nær allri leiktíðinni með ÍBV. Hún virtist á mjög góðum batavegi í vor en varð á endanum að fara í aðra, minni háttar aðgerð eftir að hafa farið fram úr sér, eins og hún orðar það sjálf í samtali við handbolta.is. Í seinni aðgerðinni var örvefur fjarlægður úr hnénu sem valdið hafði Birnu miklum verkjum sem hún hugðist í fyrstu ætla að leiða hjá sér. Birna birti mynd af sér úr sjúkrarúminu á Instagram eftir aðgerðina og skrifaði: „Því miður er þetta ekki gömul mynd til upprifjunar. Ég fékk smá bakslag í endurhæfinguna vegna krossbandsslitanna en vonandi er búið að bæta úr því núna. Þetta var áminning fyrir mig um að stoppa þegar ég fer yfir strikið og sýna meiri þolinmæði, en sumt fólk lærir víst aldrei. Það er bara svo erfitt þegar maður þráir eitthvað svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Berg Haraldsdo ttir (@birnaberg) Án Birnu féll ÍBV úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Fram. Birna kveðst í samtali við handbolta.is áfram setja stefnuna á að vera tilbúin í fyrst aleik á næsta tímabili en bætir við: „Þó að markmiðið sé áfram að vera klár í fyrsta leik á næsta tímabili verð ég líka aðeins að hugsa til lengri tíma ef ég ætla að spila handbolta í eins mörg ár og ég vil.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Birna sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum í september síðastliðnum og missti því af nær allri leiktíðinni með ÍBV. Hún virtist á mjög góðum batavegi í vor en varð á endanum að fara í aðra, minni háttar aðgerð eftir að hafa farið fram úr sér, eins og hún orðar það sjálf í samtali við handbolta.is. Í seinni aðgerðinni var örvefur fjarlægður úr hnénu sem valdið hafði Birnu miklum verkjum sem hún hugðist í fyrstu ætla að leiða hjá sér. Birna birti mynd af sér úr sjúkrarúminu á Instagram eftir aðgerðina og skrifaði: „Því miður er þetta ekki gömul mynd til upprifjunar. Ég fékk smá bakslag í endurhæfinguna vegna krossbandsslitanna en vonandi er búið að bæta úr því núna. Þetta var áminning fyrir mig um að stoppa þegar ég fer yfir strikið og sýna meiri þolinmæði, en sumt fólk lærir víst aldrei. Það er bara svo erfitt þegar maður þráir eitthvað svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Berg Haraldsdo ttir (@birnaberg) Án Birnu féll ÍBV úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Fram. Birna kveðst í samtali við handbolta.is áfram setja stefnuna á að vera tilbúin í fyrst aleik á næsta tímabili en bætir við: „Þó að markmiðið sé áfram að vera klár í fyrsta leik á næsta tímabili verð ég líka aðeins að hugsa til lengri tíma ef ég ætla að spila handbolta í eins mörg ár og ég vil.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira