Hörður steinhissa á spurningu Sigga um leikstjórnandaguðinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2022 12:01 Herði Unnsteinssyni brá í brún þegar Sigurður Orri Kristjánsson varpaði fram spurningu Chris Paul. getty/Christian Petersen „Nei eða já“ er fastur liður í Lögmáli leiksins, þætti Stöðvar 2 Sports um NBA-deildina í körfubolta. Í þætti gærkvöldsins varpaði Sigurður Orri Kristjánsson fram spurningu sem Hörður Unnsteinsson var afar undrandi á. Leikstjórnandinn þrautreyndi Chris Paul gaf hressilega eftir í síðustu leikjum einvígis Phoenix Suns og Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og var ólíkur sjálfum sér. Sigurður Orri spurði Hörð því hvort hinn 37 ára Paul, eða leikstjórnandaguðinn (e. point god) eins og hann er stundum kallaður, ætti að leggja skóna á hilluna. Ekki stóð á svari hjá Herði. „Nei ... nei, nei. Það hefði verið gaman ef ég hefði bara farið í já. Hann er að spila á MVP getustigi og er örugglega í öðru úrvalsliði deildarinnar. Hann er topp fimmtán leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður. „Hann ætti augljóslega ekki að hætta en hann verður ekki, og ég hef svo sem sagt það áður, meistari sem besti leikmaður liðs.“ Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Hörður kom þá með spurningu á móti, hvort Phoenix ætti hreinlega að skipta Paul í burtu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Það þarf þá að vera eitthvað lið sem heldur að það sé nálægt því að vinna. Chris Paul í einhverju svona Oklahoma City Thunder dæmi aftur, ég sé það ekki gerast,“ sagði Sigurður Orri. Hörður telur líklegast að ef Paul yrði skipt í burtu myndi hann reyna að komast að hjá sterku liði svo hann gæti loks unnið meistaratitil. „Ef hann á að vinna titil verður það þessi klassíski Jason Kidd eða Gary Payton titil,“ sagði Hörður og vísaði til meistaratitla sem þeir Kidd og Payton unnu á efri árum ferilsins, Kidd með Dallas 2011 og Payton með Miami Heat 2006. „Nei eða já,“ í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Leikstjórnandinn þrautreyndi Chris Paul gaf hressilega eftir í síðustu leikjum einvígis Phoenix Suns og Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og var ólíkur sjálfum sér. Sigurður Orri spurði Hörð því hvort hinn 37 ára Paul, eða leikstjórnandaguðinn (e. point god) eins og hann er stundum kallaður, ætti að leggja skóna á hilluna. Ekki stóð á svari hjá Herði. „Nei ... nei, nei. Það hefði verið gaman ef ég hefði bara farið í já. Hann er að spila á MVP getustigi og er örugglega í öðru úrvalsliði deildarinnar. Hann er topp fimmtán leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður. „Hann ætti augljóslega ekki að hætta en hann verður ekki, og ég hef svo sem sagt það áður, meistari sem besti leikmaður liðs.“ Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Hörður kom þá með spurningu á móti, hvort Phoenix ætti hreinlega að skipta Paul í burtu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Það þarf þá að vera eitthvað lið sem heldur að það sé nálægt því að vinna. Chris Paul í einhverju svona Oklahoma City Thunder dæmi aftur, ég sé það ekki gerast,“ sagði Sigurður Orri. Hörður telur líklegast að ef Paul yrði skipt í burtu myndi hann reyna að komast að hjá sterku liði svo hann gæti loks unnið meistaratitil. „Ef hann á að vinna titil verður það þessi klassíski Jason Kidd eða Gary Payton titil,“ sagði Hörður og vísaði til meistaratitla sem þeir Kidd og Payton unnu á efri árum ferilsins, Kidd með Dallas 2011 og Payton með Miami Heat 2006. „Nei eða já,“ í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00