Handbolti

Steinunn Björnsdóttir: Þær gerðu þetta gríðarlega vel

Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar
Steinunn Björnsdóttir.jpeg
VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Steinunn Björnsdóttir var svekkt eftir tap Fram gegn Valskonum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Leikurinn var annar leikur liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna. Leikurinn var nokkuð jafn en Valur stóð uppi sem sigurvegari. Lokatölur 27-26. 

„Það eru auðvitað vonbrigði að hafa ekki náð sigri hérna í dag. Mér fannst Valsliðið heilt yfir töluvert betri en við á öllum vígstöðum í dag. Þær vöru ekki með mikið af vörðum boltum, nema kannski aðallega varnarlega, þær voru með mikið af vörðum boltum þar. En við náðum nokkrum góðum köflum. Við náum fínum kafla í seinni hluta fyrri hálfleiks og um miðbik seinni hálfleiks. En það var bara ekki nóg“ Sagði Steinunn eftir leikinn. 

„Það vantaði að koma boltanum í netið. Mér fannst Valsliðið mjög þétt. Þær voru að ná að brjóta á okkur mjög auðveldlega og svona drepa okkar vopn. Lítið fyrir mig um að moða. Þær gerðu þetta gríðarlega vel. Mér fannst við svona heilt yfir standa okkur ágætlega varnarlega. Og Hafdís [Renötudóttir] var fín fyrir aftan en mér fannst við mega keyra á þetta aðeins betur.“

„Þetta verður að sjálfsögðu hörkuleikur á fimmtudaginn. Við munum mæta vel til leiks og við hlökkum mikið til. Vonandi verður bara ennþá betri stemming þá,“ hafði Steinunn Björnsdóttir að segja að lokum. 


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×