Innlent

Bein út­sending: „Why don‘t you just marry (an Iceland­er)?“

Atli Ísleifsson skrifar
Málstofan hefst klukkan 15.
Málstofan hefst klukkan 15. Norræna húsið

Norræna húsið stendur fyrir málstofu sem fjallar um málefni innfluttra listamanna og menningarstarfsmanna frá löndum utan ESB klukkan 15 í dag. Yfirskrift málstofunnar er „Why don‘t you just marry (an Icelander)?“ og verður hún í beinu streymi.

Í tilkynningu frá Norrræna húsinu segir að fyrir sjálfstætt starfandi aðila, listamenn og menningarstarfsfólk sérstaklega sé afar erfitt og raunar ómögulegt að fá atvinnuleyfi á Íslandi.

„Við höfum undanfarin misseri lesið margar fréttir um þessi mál og er nærtækast að nefna mál tónlistarkonunnar og sýningarstjórans Elham Fakouri og áhrifavaldsins Kyana Sue Power,“ segir í tilkynningunni.

Fylgjast má með málstofunni í spilaranum að neðan. Hún hefst klukkan 15.

Stjórnandi:

  • Dr. Magnús Skjöld: Associate Professor, Bifröst University

Þátttakendur:

  • Clare Aimée: myndlistamaður, fyrrum nemandi við Listaháskóla Íslands.
  • Fríða Björk Ingvarsdóttir: Rektor Listaháskóla Íslands.
  • Helga Vala Helgadóttir: Formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
  • Hugo Lanes: Listamaður, fyrrum nemandi Listaháskóla Íslands og meðlimur AIVAG.
  • José Luis Anderson: listamaður, fyrrum nemandi Listaháskóla Íslands (tónlistardeild).
  • Patricia Carolina: listamaður, fyrrum nemandi Listaháskóla Íslands og meðlimur Verdensromme (samtök innflytjenda listamanna í Noregi).


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.