Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 19:31 Davíð Helgason er stofnandi Unity. Hann vill koma auga á lausnir á loftslagsvandanum og byggja þær upp á Íslandi. Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Þetta kemur fram í tilkynningu um stofnun fyrirtækisins. Þar segir að starfsemi fyrirtækisins byggi á því að „leita uppi framúrskarandi erlend loftslagsverkefni, aðstoða við að koma þeim á legg hér á landi og auðvelda þeim að skala fyrirtækin upp í rekstrarhæfa stærð. Stofnendur Transition Labs telja að nú þegar séu til fjölmargar áhrifaríkar lausnir sem geti auðveldað baráttuna við loftslagsvandann en flöskuhálsinn hafi reynst sá langi tími sem taki fyrir nýja tækni að ryðja sér til rúms.“ Þá segir að fyrirtækið hafi þegar hafið samstarf við sum af metnaðarfyllstu loftslagsverkefnum heims. Fyrsta fyrirtækið sem muni hefja uppbyggingu hérlendis fyrir tilstilli Transition Labs verði þá kynnt á næstunni. Kjartan Örn Ólafsson er framkvæmdastjóri Transition Labs. Í tilkynningunni er haft eftir honum að á Íslandi séu kjöraðstæður fyrir ýmiskonar loftslagsverkefni. „Við eigum í okkar röðum frábært vísindafólk og heilmikla uppsafnaða reynslu af þeim loftslagsverkefnum sem þegar eru starfrækt hér á landi. Við búum að grænni orku, bergtegundum sem nýtast í sumum verkefnum, hafinu sem nýtist í öðrum og þannig mætti áfram telja,“ er haft eftir Kjartani. Nauðsynlegt sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öllum stigum hagkerfisins og fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu, svo ná megi markmiðum um kolefnishlutleysi. Markmið Transition Labs sé að koma auga á bestu lausnirnar á þeim sviðum. Loftslagsmál Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu um stofnun fyrirtækisins. Þar segir að starfsemi fyrirtækisins byggi á því að „leita uppi framúrskarandi erlend loftslagsverkefni, aðstoða við að koma þeim á legg hér á landi og auðvelda þeim að skala fyrirtækin upp í rekstrarhæfa stærð. Stofnendur Transition Labs telja að nú þegar séu til fjölmargar áhrifaríkar lausnir sem geti auðveldað baráttuna við loftslagsvandann en flöskuhálsinn hafi reynst sá langi tími sem taki fyrir nýja tækni að ryðja sér til rúms.“ Þá segir að fyrirtækið hafi þegar hafið samstarf við sum af metnaðarfyllstu loftslagsverkefnum heims. Fyrsta fyrirtækið sem muni hefja uppbyggingu hérlendis fyrir tilstilli Transition Labs verði þá kynnt á næstunni. Kjartan Örn Ólafsson er framkvæmdastjóri Transition Labs. Í tilkynningunni er haft eftir honum að á Íslandi séu kjöraðstæður fyrir ýmiskonar loftslagsverkefni. „Við eigum í okkar röðum frábært vísindafólk og heilmikla uppsafnaða reynslu af þeim loftslagsverkefnum sem þegar eru starfrækt hér á landi. Við búum að grænni orku, bergtegundum sem nýtast í sumum verkefnum, hafinu sem nýtist í öðrum og þannig mætti áfram telja,“ er haft eftir Kjartani. Nauðsynlegt sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öllum stigum hagkerfisins og fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu, svo ná megi markmiðum um kolefnishlutleysi. Markmið Transition Labs sé að koma auga á bestu lausnirnar á þeim sviðum.
Loftslagsmál Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent