Ungum konum fjölgar í lögreglunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 07:01 Sigurveig Helga Jónsdóttir, mannauðsstjóriLRH, segir heilmikið búið að vera að gerast í kynjahlutföllum lögreglumanna hjá embættinu síðustu ár. Því eftir að námið færðist á háskólastig, fór ungum konum að fjölga töluvert. Vísir/Anton Brink Æi, er þetta ekki bara upp á punt hugsa eflaust margir þegar talið berst að jafnréttismálunum í atvinnulífinu eða verkefnum eins og Jafnvægisvog FKA. En það er ekki svo… Því margir vinnustaðir eru markvisst að vinna í því að jafna hlutfall kvenna og karla. Þannig að það verði í það minnsta 40:60. Ekki aðeins í stjórnunarstöðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er dæmi um þannig vinnustað. Þar sem starfsmenn eru 485 talsins, hlutfallið heilt yfir er 58% karlar og 42% konur en þegar grannt er gáð: „Borgaralega starfsfólkið er að meirihluta konur en ef við horfum aðeins á lögreglumennina, er hlutfallið hins vegar nær því að vera 70% karlar og 30% konur,“ segir Sigurveig Helga Jónsdóttir, mannauðsstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um kynjaskiptingu í atvinnulífinu með Jafnvægisvog FKA í huga. Unga fólkið er að breyta Ef við leyfum okkur aðeins að velta fyrir okkur kvenlægum og karlægum störfum, er starf löggunnar í huga okkar flestra enn sem komið er þó nokkuð karlægt. Þó er það að breytast. Hlutfall kvenna er hærra meðal yngri lögreglumanna en þeirra eldri þannig að ef við skoðum hlutfall lögreglumanna sem eru 35 ára og yngri, má sjá að hlutfall kvenna er 40%. Í elsta hópnum, til dæmis 56 ára til 65 ára, sjáum við hins vegar að hlutfall kvenna er aðeins 14%,“ segir Sigurveig. Horfandi á lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu, sjáum við í raun það sem við sjáum oft í bresku glæpaþáttunum; kona er yfirmaður — Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri. Þar til nýlega var kona einnig ríkislögreglustjóri. „Við sjáum samt að í stjórnendahópnum hallar enn á konur heilt yfir. Því þótt konur séu í meirihluta í framkvæmdastjórn er hlutfallið enn mikið körlum í vil meðal millistjórnenda,“ segir Sigurveig og útskýrir: „Það er talsverð stigskipting meðal millistjórnenda í lögreglu og kynjahlutföll eru ólík eftir starfsstigum. Í því lagi stjórnunar sem er næst framkvæmdastjórn er hlutfall kvenna 21% en meðal varðstjóra sem eru næstu yfirmenn lögreglumanna er hlutfall kvenna talsvert hærra eða 35%. Það endurspeglar fjölgun kvenna í lögreglu síðastliðin ár.“ Bestu fréttirnar Bestu fréttirnar eru þó þær að þetta er að breytast.Og það jafnvel í eðlilegu flæði. „Þetta er í fjórða sinn sem við hljótum viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA og auðvitað erum við markvisst að vinna í því að laða til okkar öll kyn til starfa,“ segir Sigurveig og nefnir nokkrar leiðir sem margir vinnustaðir kannast við. „Við erum stöðugt að vinna að því að gera vinnustaðinn fjölskylduvænni. Eftir fæðingarorlof stendur foreldrum til að mynda til boða að fara tímabundið í lægra starfshlutfall, enda margir starfsmenn hér sem vinna á vöktum.“ Þá segir Sigurveig valkvætt vaktakerfi hjá LHR sem geri foreldrum auðveldara að samræma vinnu og fjölskyldulífið. „Við horfum til orðalags í auglýsingum og hvernig hægt er að tryggja að auglýst störf séu líkleg til að laða öll kyn að,“ segir Sigurveig og bætir við: „Jafnréttisstefnan okkar felur þannig í sér að útgangspunkturinn okkar séu tækifæri til starfa fyrir öll, óháð kyni.“ Að yngri konur séu nú í meira mæli að velja sér lögreglustarfið er það sem hjálpar mest. „Það hefur nefnilega heilmikið verið að gerast á síðustu árum þegar við horfum á kynjahlutföllin. En það er ekki aðeins vegna þess að við höfum verið að vinna að þeim málum, því satt best að segja finnst mér eins og þetta hafi verið að gerast á náttúrulegan hátt; yngri konum einfaldlega fjölgar.“ Það er þó ekki endilega tilviljun: „Það sem ég tel að hafi haft mest um þetta að segja er þegar námið færðist yfir á háskólastig. Þá fór konum að fjölga í lögreglunámið,“ segir Sigurveig og vísar þar til þess að árið 2016 færðist námið frá því að vera nám í Lögregluskóla ríkisins yfir í lögreglufræði á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. Sigurveig segir viðhorf fólks til lögreglustarfsins og kynjaskiptingarinnar líka hafa breyst. „Það er hverfandi viðhorf,“ svarar Sigurveig, aðspurð hvort enn eimi að því að fólki finnist lögreglustarfið enn meira karlastarf en kvennastarf; svona getulega séð. „En út frá starfinu eru konur jafnvígar sem lögreglumenn. Þar er enginn munur á því hvort kynið er hæfara til starfsins.“ „Jafnrétti er okkur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu mjög hugleikið. Það er svo mikilvægt að stjórnendur, sérstaklega í þeim greinum sem oft hafa verið taldar fremur karllægar, hafi jafnrétti að leiðarljósi í sínum daglegu störfum því jafnrétti er ákvörðun sem auðvelt er að standa með.“ Jafnréttismál Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00 „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ „Jú, við erum svolítið gjörn á það,“ svarar Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, aðspurð um það, hvort við sem samfélag eigum það svolítið til að fara strax í „erum best í heimi“ viðhorfið. 19. nóvember 2025 07:02 Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs „Ísland hefur mikið fram að færa á sviði jafnréttismála og á okkur er hlustað á alþjóðavettvangi í þeim efnum,” segir Katrín Jakobsdóttir, stjórnarformaður nýs Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi og fyrrum forsætisráðherra. 15. apríl 2025 07:03 Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn. 2. apríl 2025 07:01 Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. 4. júlí 2022 07:01 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
En það er ekki svo… Því margir vinnustaðir eru markvisst að vinna í því að jafna hlutfall kvenna og karla. Þannig að það verði í það minnsta 40:60. Ekki aðeins í stjórnunarstöðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er dæmi um þannig vinnustað. Þar sem starfsmenn eru 485 talsins, hlutfallið heilt yfir er 58% karlar og 42% konur en þegar grannt er gáð: „Borgaralega starfsfólkið er að meirihluta konur en ef við horfum aðeins á lögreglumennina, er hlutfallið hins vegar nær því að vera 70% karlar og 30% konur,“ segir Sigurveig Helga Jónsdóttir, mannauðsstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um kynjaskiptingu í atvinnulífinu með Jafnvægisvog FKA í huga. Unga fólkið er að breyta Ef við leyfum okkur aðeins að velta fyrir okkur kvenlægum og karlægum störfum, er starf löggunnar í huga okkar flestra enn sem komið er þó nokkuð karlægt. Þó er það að breytast. Hlutfall kvenna er hærra meðal yngri lögreglumanna en þeirra eldri þannig að ef við skoðum hlutfall lögreglumanna sem eru 35 ára og yngri, má sjá að hlutfall kvenna er 40%. Í elsta hópnum, til dæmis 56 ára til 65 ára, sjáum við hins vegar að hlutfall kvenna er aðeins 14%,“ segir Sigurveig. Horfandi á lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu, sjáum við í raun það sem við sjáum oft í bresku glæpaþáttunum; kona er yfirmaður — Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri. Þar til nýlega var kona einnig ríkislögreglustjóri. „Við sjáum samt að í stjórnendahópnum hallar enn á konur heilt yfir. Því þótt konur séu í meirihluta í framkvæmdastjórn er hlutfallið enn mikið körlum í vil meðal millistjórnenda,“ segir Sigurveig og útskýrir: „Það er talsverð stigskipting meðal millistjórnenda í lögreglu og kynjahlutföll eru ólík eftir starfsstigum. Í því lagi stjórnunar sem er næst framkvæmdastjórn er hlutfall kvenna 21% en meðal varðstjóra sem eru næstu yfirmenn lögreglumanna er hlutfall kvenna talsvert hærra eða 35%. Það endurspeglar fjölgun kvenna í lögreglu síðastliðin ár.“ Bestu fréttirnar Bestu fréttirnar eru þó þær að þetta er að breytast.Og það jafnvel í eðlilegu flæði. „Þetta er í fjórða sinn sem við hljótum viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA og auðvitað erum við markvisst að vinna í því að laða til okkar öll kyn til starfa,“ segir Sigurveig og nefnir nokkrar leiðir sem margir vinnustaðir kannast við. „Við erum stöðugt að vinna að því að gera vinnustaðinn fjölskylduvænni. Eftir fæðingarorlof stendur foreldrum til að mynda til boða að fara tímabundið í lægra starfshlutfall, enda margir starfsmenn hér sem vinna á vöktum.“ Þá segir Sigurveig valkvætt vaktakerfi hjá LHR sem geri foreldrum auðveldara að samræma vinnu og fjölskyldulífið. „Við horfum til orðalags í auglýsingum og hvernig hægt er að tryggja að auglýst störf séu líkleg til að laða öll kyn að,“ segir Sigurveig og bætir við: „Jafnréttisstefnan okkar felur þannig í sér að útgangspunkturinn okkar séu tækifæri til starfa fyrir öll, óháð kyni.“ Að yngri konur séu nú í meira mæli að velja sér lögreglustarfið er það sem hjálpar mest. „Það hefur nefnilega heilmikið verið að gerast á síðustu árum þegar við horfum á kynjahlutföllin. En það er ekki aðeins vegna þess að við höfum verið að vinna að þeim málum, því satt best að segja finnst mér eins og þetta hafi verið að gerast á náttúrulegan hátt; yngri konum einfaldlega fjölgar.“ Það er þó ekki endilega tilviljun: „Það sem ég tel að hafi haft mest um þetta að segja er þegar námið færðist yfir á háskólastig. Þá fór konum að fjölga í lögreglunámið,“ segir Sigurveig og vísar þar til þess að árið 2016 færðist námið frá því að vera nám í Lögregluskóla ríkisins yfir í lögreglufræði á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. Sigurveig segir viðhorf fólks til lögreglustarfsins og kynjaskiptingarinnar líka hafa breyst. „Það er hverfandi viðhorf,“ svarar Sigurveig, aðspurð hvort enn eimi að því að fólki finnist lögreglustarfið enn meira karlastarf en kvennastarf; svona getulega séð. „En út frá starfinu eru konur jafnvígar sem lögreglumenn. Þar er enginn munur á því hvort kynið er hæfara til starfsins.“ „Jafnrétti er okkur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu mjög hugleikið. Það er svo mikilvægt að stjórnendur, sérstaklega í þeim greinum sem oft hafa verið taldar fremur karllægar, hafi jafnrétti að leiðarljósi í sínum daglegu störfum því jafnrétti er ákvörðun sem auðvelt er að standa með.“
Jafnréttismál Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00 „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ „Jú, við erum svolítið gjörn á það,“ svarar Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, aðspurð um það, hvort við sem samfélag eigum það svolítið til að fara strax í „erum best í heimi“ viðhorfið. 19. nóvember 2025 07:02 Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs „Ísland hefur mikið fram að færa á sviði jafnréttismála og á okkur er hlustað á alþjóðavettvangi í þeim efnum,” segir Katrín Jakobsdóttir, stjórnarformaður nýs Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi og fyrrum forsætisráðherra. 15. apríl 2025 07:03 Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn. 2. apríl 2025 07:01 Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. 4. júlí 2022 07:01 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00
„Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ „Jú, við erum svolítið gjörn á það,“ svarar Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, aðspurð um það, hvort við sem samfélag eigum það svolítið til að fara strax í „erum best í heimi“ viðhorfið. 19. nóvember 2025 07:02
Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs „Ísland hefur mikið fram að færa á sviði jafnréttismála og á okkur er hlustað á alþjóðavettvangi í þeim efnum,” segir Katrín Jakobsdóttir, stjórnarformaður nýs Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi og fyrrum forsætisráðherra. 15. apríl 2025 07:03
Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn. 2. apríl 2025 07:01
Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. 4. júlí 2022 07:01
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent