100 þúsund kjósendur sátu heima um helgina Svavar Halldórsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði mikið Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum voru 277.127 á kjörskrá. Árið 2018 höfðu 248.025 kosningarétt samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er tæplega 12% prósenta fjölgun. Fjölgunin í hópi kjósenda er því meiri en sem nemur fjölgun þjóðarinnar. Hér munar miklu um nýlega breytingu á regluverki varðandi kosningarétt útlendinga. Árið 2018 höfðu 11.680 erlendir ríkisborgarar kosningarétt hér á landi í sveitastjórnarkosningunum. Nú var fjöldinn 31.703. Munurinn er 19.535 og því hefur erlendum ríkisborgurum með kosningarétt í sveitastjórnarkosningum hér fjölgað um 171%. Íslenskir ríkisborgarar sitja heima Samanlagt sátu 102.537 heima í þessum kosningum, sé miðað við að kjörsóknin hafi verið slétt 63% eins og fram hefur komið. Til samanburðar voru 100.405 á kjörskrá í Reykjavík. Fleiri sátu því heima á kjördag en sem nemur öllum kosningabærum mönnum og konum í höfuðborginni. Ekki eru til upplýsingar um það hversu hátt hlutfall erlendu ríkisborgaranna sat heima. Sumir þeirra kusu en aðrir ekki. En ef við gefum okkur að enginn þeirra erlendu ríkisborgara sem bættust við í hóp kosningabærra núna hafi kosið um liðna helgi, þá sátu að minnsta kosti 83.002 íslenskir ríkisborgarar heima. Þetta er eitthvað sem allt lýðræðislega þenkjandi fólk ætti að velta fyrir sér. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson Skoðun Spilling á Íslandi: Erum við að missa tökin? Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 5.10.2024 Jón Þór Stefánsson Halldór Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson Skoðun Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Uppeldi frá gamla einmenningar eins-skin-litar viðhorfum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar Skoðun Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Spilling á Íslandi: Erum við að missa tökin? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Vísindin vakna til nýsköpunar! Einar Mäntylä skrifar Skoðun Risastórt lýðheilsumál sem Alþingi hunsar Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar Skoðun Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar Skoðun Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar Skoðun Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Að dansa í regninu Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Dauðarefsing Pírata Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði orkugeirans og Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Úrskurðargrautur lögmanna Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Hinn langi USArmur Ísraels Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Finnur Bjarnason,Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði mikið Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum voru 277.127 á kjörskrá. Árið 2018 höfðu 248.025 kosningarétt samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er tæplega 12% prósenta fjölgun. Fjölgunin í hópi kjósenda er því meiri en sem nemur fjölgun þjóðarinnar. Hér munar miklu um nýlega breytingu á regluverki varðandi kosningarétt útlendinga. Árið 2018 höfðu 11.680 erlendir ríkisborgarar kosningarétt hér á landi í sveitastjórnarkosningunum. Nú var fjöldinn 31.703. Munurinn er 19.535 og því hefur erlendum ríkisborgurum með kosningarétt í sveitastjórnarkosningum hér fjölgað um 171%. Íslenskir ríkisborgarar sitja heima Samanlagt sátu 102.537 heima í þessum kosningum, sé miðað við að kjörsóknin hafi verið slétt 63% eins og fram hefur komið. Til samanburðar voru 100.405 á kjörskrá í Reykjavík. Fleiri sátu því heima á kjördag en sem nemur öllum kosningabærum mönnum og konum í höfuðborginni. Ekki eru til upplýsingar um það hversu hátt hlutfall erlendu ríkisborgaranna sat heima. Sumir þeirra kusu en aðrir ekki. En ef við gefum okkur að enginn þeirra erlendu ríkisborgara sem bættust við í hóp kosningabærra núna hafi kosið um liðna helgi, þá sátu að minnsta kosti 83.002 íslenskir ríkisborgarar heima. Þetta er eitthvað sem allt lýðræðislega þenkjandi fólk ætti að velta fyrir sér. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun